Man Utd og Newcastle berjast um Sesko - Chelsea vill Simons og Garnacho - Nunez til Milan?
   sun 03. ágúst 2025 16:45
Brynjar Ingi Erluson
Tárvotur Son við myndatökumanninn: Hættu að gráta!
Heung-Min Son gat ekki beðið um betri kveðjustund
Heung-Min Son gat ekki beðið um betri kveðjustund
Mynd: EPA
Heung-Min Son kvaddi liðsfélaga sína í Tottenham í hinsta sinn á HM-leikvanginum í heimalandi hans í Suður-Kóreu í dag og var það eðlilega tilfinningaþrungin stund.

Sóknarmaðurinn greindi frá ákvörðun sinni um að fara frá Tottenham eftir frábær tíu ár hjá félaginu.

Samkvæmt erlendum miðlum hefur hann samþykkt að ganga í raðir LAFC í Bandaríkjunum og verður gengið frá því samkomulagi á næstu dögum, en kaupverðið er talið nema um 15 milljónum punda.

Son, sem er 33 ára gamall, vissi því að leikurinn gegn Newcastle í dag, yrði hans síðasti með Tottenham. Leikmenn beggja liða stóðu heiðursvörð er hann gekk af velli og brast hann í kjölfarið í grát.

Tilfinningarnar báru hann ofurliði og þegar hann hafði loks náð ágætis tökum á þeim þá var annar aðili sem virtist hafa örlítil áhrif á hann en það var myndatökumaðurinn á vellinum.

„Ertu aftur byrjaður að gráta? Hættu að gráta!“ sagði brosmildur Son við myndatökumanninn.

Falleg stund hjá Son sem varð eftir á vellinum. Hann beið eftir að allir liðsfélagar hans og starfsteymi Tottenham yfirgáfu leikvanginn áður en hann fór í bifreið sína og hélt að heimili sínu í Seoul.


Athugasemdir
banner