Þórir Jóhann Helgason var hetja Lecce þegar liðið vann Carrarese í æfingaleik í dag.
Hann skoraði eina mark leiksins eftir rúmlega hálftíma leik. Liðið mætir Monopoli í síðasta leik undirbúningstímabilsins þann 9. ágúst.
Hann skoraði eina mark leiksins eftir rúmlega hálftíma leik. Liðið mætir Monopoli í síðasta leik undirbúningstímabilsins þann 9. ágúst.
Stefán Ingi Sigurðarson var í byrjunarliði Sandefjord sem tapaði 2-1 gegn Valerenga í norsku deildinni. Hann var tekinn af velli þegar rúmar tíu mínútur voru eftir.
Sandefjord er í 6. sæti með 27 stig eftir 16 umferðir.
Guðmundur Þórarinsson kom inn á þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka þegar Noah vann öruggan 4-0 sigur gegn Shirak Gyumri í fyrstu umferð armensku deildarinnar.
Athugasemdir