29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mán 03. september 2018 13:00
Magnús Már Einarsson
Freysi: Það verða 1-3 breytingar á byrjunarliðinu
Icelandair
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við skiljum þennan stóra leik eftir og annar stór tekur við. Núna er pressan á okkur, við þurfum að vinna. Þetta er spennandi og krefjandi verkefni á móti góðu liði sem tók hart á okkur í Tékklandi," segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, við Fótbolta.net í adg.

Eftir tap gegn Þýskalandi á laugardaginn er möguleikinn á að fara beint á HM úr sögunni. Ísland þarf sigur á morgun til að fara í umspil í október og nóvember um sæti á HM.

Freyr ætlar að gera breytingar á byrjunarliðinu fyrir leikinn á morgun en til að mynda er óvíst hvort Rakel Hönnudóttir verði klár í slaginn.

„Já það er mjög líklegt að við skiptum út. Við erum ekki búnir að ákveða hversu mörgum. Það fer aðeins eftir líkamlegu ástandi. Við sjáum það ekki endanlega fyrr en í dag. Það verða 1-3 breytingar á byrjunarliðinu. Það er fyrst og fremst út af taktík en líka út af líkamlegu atgervi."

„Vitum að fólk vill koma en það er bara ekki hægt"
Áhorfendamet var sett á kvennalandsleik á Laugardalsvelli gegn Þýskalandi á laugardaginn. Færri áhorfendur verða á morgun en leikurinn hefst klukkan 15:00 þar sem allir leikir í undankeppninni verða að fara fram á sama tíma.

„Þetta var rosa stór dagur á laugardaginn. Það var mikið af tilfinningum. Við vorum að spila á móti betri mótherja en við settum allt á borðið og reyndum. Það var rosa stemning."

„Stemningin verður allt öðruvísi á þriðjudaginn en það truflar okkur ekkert. Við vitum að fólk vill koma en það er bara ekki hægt. Þeir koma sem geta. Það eru margir skólar að koma og það er frábært framtak. Það verða örugglega í kringum 3000 manns og það er frábært. Við undirbúum okkur undir að spila leikinn og vitum að við höfum stuðning allra. Við látum ekki á okkur fá þó að það verði ekki fullur völlur. Það verður einbeiting á að spila leikinn og ná í úrslit."


Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.

Miðasala á leikinn er í gangi á tix.is
Athugasemdir
banner
banner