Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mán 03. september 2018 13:00
Magnús Már Einarsson
Freysi: Það verða 1-3 breytingar á byrjunarliðinu
Icelandair
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við skiljum þennan stóra leik eftir og annar stór tekur við. Núna er pressan á okkur, við þurfum að vinna. Þetta er spennandi og krefjandi verkefni á móti góðu liði sem tók hart á okkur í Tékklandi," segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, við Fótbolta.net í adg.

Eftir tap gegn Þýskalandi á laugardaginn er möguleikinn á að fara beint á HM úr sögunni. Ísland þarf sigur á morgun til að fara í umspil í október og nóvember um sæti á HM.

Freyr ætlar að gera breytingar á byrjunarliðinu fyrir leikinn á morgun en til að mynda er óvíst hvort Rakel Hönnudóttir verði klár í slaginn.

„Já það er mjög líklegt að við skiptum út. Við erum ekki búnir að ákveða hversu mörgum. Það fer aðeins eftir líkamlegu ástandi. Við sjáum það ekki endanlega fyrr en í dag. Það verða 1-3 breytingar á byrjunarliðinu. Það er fyrst og fremst út af taktík en líka út af líkamlegu atgervi."

„Vitum að fólk vill koma en það er bara ekki hægt"
Áhorfendamet var sett á kvennalandsleik á Laugardalsvelli gegn Þýskalandi á laugardaginn. Færri áhorfendur verða á morgun en leikurinn hefst klukkan 15:00 þar sem allir leikir í undankeppninni verða að fara fram á sama tíma.

„Þetta var rosa stór dagur á laugardaginn. Það var mikið af tilfinningum. Við vorum að spila á móti betri mótherja en við settum allt á borðið og reyndum. Það var rosa stemning."

„Stemningin verður allt öðruvísi á þriðjudaginn en það truflar okkur ekkert. Við vitum að fólk vill koma en það er bara ekki hægt. Þeir koma sem geta. Það eru margir skólar að koma og það er frábært framtak. Það verða örugglega í kringum 3000 manns og það er frábært. Við undirbúum okkur undir að spila leikinn og vitum að við höfum stuðning allra. Við látum ekki á okkur fá þó að það verði ekki fullur völlur. Það verður einbeiting á að spila leikinn og ná í úrslit."


Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.

Miðasala á leikinn er í gangi á tix.is
Athugasemdir
banner