Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
   þri 03. september 2019 13:00
Arnar Daði Arnarsson
Rúnar Már: Fjölskyldan er að missa sig yfir þessu
Mætir Manchester United eftir landsleikina
Icelandair
Rúnar Már Sigurjónsson.
Rúnar Már Sigurjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég hef verið þarna í tvo mánuði og þetta hefur verið vonum framar. Þetta hefur verið æðislegt og mér líður fáránlega vel," sagði íslenski landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson við Fótbolta.net í dag en hann samdi í sumar við Astana í Kasakstan.

Rúnar hefur verið öflugur í byrjun tímabils með Astana á dögunum en liðið komst í riðlakeppni Evrópudeildarinnar og fær það stórlið Manchester United í heimsókn. Rúnar hefur lengi verið stuðningsmaður United sem og fjölskylda hans.

„Vissulega er leikur 19. september á Old Trafford sem maður leit strax á þegar var dregið. Fjölskyldan er að missa sig yfir þessu núna en ég reyni að halda mér rólegum. Ég verð að fókusa á mig og þessa landsleiki svo ég geti haldist heill og spilað þarna eftir nokkrar vikur."

Astana er einnig með Partizan Belgrad og AZ Alkmaar í riðli. „Ég held að við eigum alveg séns í þessum riðli. Manchester United er topplið þarna en ég held að hin þrjú séu mjög svipuð. Við þurfum að gera heimavöllinn að vígi. Við þurfum að ná í stig þar og reyna að komast upp úr þessum riðli," sagði Rúnar.

Rúnar hefur verið í byrjunarliðinu í tveimur af fjórum leikjum hingað til í undankeppni EM. Hann er klár í leikina sem eru framundan gegn Moldavíu og Albaníu.

„Ég er klár eins og alltaf. Ég hef verið að spila þokkalega mikið með landsliðinu undanfarið ár. Ég veit ekkert hvort ég spila eða ekki en ég er klár og auðvitað vill maður alltaf spila. Síðan kemur það bara í ljós,"

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner