Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 03. september 2022 21:19
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Aston Villa rændir sigrinum gegn Man City?
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Englandsmeistarar Manchester City fundu aldrei taktinn á útivelli gegn Aston Villa í dag. Liðin gerðu 1-1 jafntefli.


Þeir héldu boltanum vel innan liðsins en sköpuðu lítið af færum og voru heppnir að fá stig úr leiknum eftir stórglæsilegt skot Philippe Coutinho á lokakaflanum.

Coutinho fékk boltann fyrir utan vítateig en dómarinn flautaði áður en Brassanum tókst að hleypa skotinu af. Hann lét vaða engu að síður og virtist skotið gjörsamlega óverjandi, fór í slánna og inn.

Coutinho var dæmdur rangstæður eftir að aðstoðardómarinn flaggaði en endursýningar sýndu að hann hafði rangt fyrir sér. Coutinho var ekki í rangstöðu.

Aðstoðardómarar eru oft gagnrýndir fyrir að lyfta flagginu alltof seint upp í aðstæðum þar sem leikmenn eru augljóslega rangstæðir. Í þetta sinn gerði aðstoðardómarinn skelfileg mistök og átti að halda flagginu niðri til að leyfa VAR að skera úr um niðurstöðuna.

Aston Villa og Man City mættust í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og einkenndist dagurinn af dómaramistökum. Simon Hooper dæmdi viðureign Villa og City sem var annars nokkuð tíðindalítil.

Sjáðu atvikið

Sjá einnig:
Yfir 100 þúsund manns líkar við færslu Declan Rice um dómgæsluna
Van Diijk heppinn að fá ekki rautt spjald
Marsch: Tala ég við úrvalsdeildina eða dómarasambandið?
Frank Lampard: Ekkert nema rautt spjald
Sjáðu atvikin: Fáránlegar ákvarðanir í Newcastle og London
Sjáðu atvikin úr leik Chelsea: Mark dæmt af í uppbótartíma
Moyes æfur út í dómarann: Hlægilega léleg ákvörðun


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner