Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
   þri 03. október 2023 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Íslenskur unglingalandsliðsmaður semur við Örebro
watermark
Mynd: KSÍ
Óli Sigurbjörn Melander er búinn að gera samning við U19 lið Örebro í Svíþjóð, en hann er unglingalandsliðsmaður Íslands þrátt fyrir að vera uppalinn í Svíþjóð.

Óli er 17 ára gamall miðjumaður með tólf landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands, þrjá fyrir U16 og níu fyrir U17.

Óli gerir tveggja ára samning við Örebro, en meistaraflokkur félagsins leikur í B-deild sænska boltans.

„Óli er mjög metnaðarfullur og ákveðinn leikmaður með mikið svigrúm til að bæta sig þar sem hann er bæði góður tæknilega séð og líkamlega sterkur," segir Martin Broberg, þjálfari hjá Örebro. „Það verður spennandi að fylgjast með þróun hans."

Óli er uppalinn hjá félaginu og hefur skorað tvö mörk í 20 leikjum með Örebro í U17 og U19 deildum sænska boltans.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner