Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fim 03. október 2024 20:29
Brynjar Ingi Erluson
Arnór Ingvi með fyrirliðabandið í tapi
Mynd: Guðmundur Svansson
Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason var með fyrirliðabandið í 2-0 tapi Norrköping gegn Sirius í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Arnór Ingvi hefur fengið að bera bandið nokkrum sinnum á þessu tímabili en hann er fyrirliði í fjarveru Christoffer Nyman.

Í kvöld byrjaði Arnór á miðsvæðinu en Ísak Andri Sigurgeirsson kom inn af bekknum þegar hálftími var eftir.

Norrköping er í 12. sæti með 27 stig þegar fimm umferðir eru eftir af deildinni og aðeins þremur stigum fyrir ofan fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner