Trent efstur á blaði Real - Newcastle vill Mbeumo - Arsenal hefur áhuga á Kudus
   fim 03. október 2024 19:06
Brynjar Ingi Erluson
Evrópudeildin: Johnson skoraði fimmta leikinn í röð - Elías Rafn hélt hreinu og valinn maður leiksins
Brennan Jonhson er sjóðandi heitur
Brennan Jonhson er sjóðandi heitur
Mynd: EPA
Elías Rafn átti stórleik í marki Midtjylland
Elías Rafn átti stórleik í marki Midtjylland
Mynd: EPA
Kristian Nökkvi meiddist í fyrri hálfleik
Kristian Nökkvi meiddist í fyrri hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brennan Johnson gerði sér lítið fyrir og skoraði fimmta leikinn í röð er Tottenham vann Ferencvaros frá Ungverjalandi, 2-1, í deildarkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld.

Englendingurinn hefur verið funheitur undanfarið og svarað gagnrýni stuðningsmanna ágætlega, sem töldu hann ekki nægilega góðan til að spila fyrir félagið.

Síðan hann lokaði Instagram-aðgangi sínum hefur hann raðað inn mörkum.

Pape Matar Sarr skoraði fyrra mark Tottenham í leiknum í kvöld en það gerði hann á 23. mínútu. Boltinn barst til hans eftir smá darraðardans í teignum og skoraði hann örugglega.

Fjórum mínútum fyrir leikslok skoraði Johnson annað mark Tottenham, sem reyndist gríðarlega mikilvægt. Hann fékk boltann í teignum, setti hann á vinstri og setti boltann í stöng og inn.

Fimmti leikurinn í röð sem hann skorar og er hann nú kominn með jafn mörg mörk og hann skoraði á síðasta tímabili.

Ferencvaros minnkaði muninn í restina en það var Tottenham sem stóð uppi sem sigurvegari og er nú komið með tvo sigra úr tveimur leikjum.

Elías Rafn Ólafsson stóð í marki Midtjylland og hélt hreinu er liðið vann Maccabi Tel Aviv, 2-0, í Serbíu, en leikurinn var spilaður heimavelli Partizan vegna stríðsástandsins í Tel Aviv.

Ekki nóg með það þá var hann maður leiksins með 8,4 í einkunn hjá Fotmob. Magnaður leikur hjá honum.

Kristian Nökkvi Hlynsson var í byrjunarliði Ajax sem gerði 1-1 jafntefli Slavía Prag. Landsliðsmaðurinn fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks.

Orri Steinn Óskarsson byrjaði hjá Real Sociedad sem tapaði fyrir Anderlecht, 2-1. Orri átti tvær marktilraunir í leiknum og nældi sér í gult spjald.

Daníel Tristan Guðjohnsen var þá ónotaður varamaður hjá Malmö sem vann Qarabag, 2-1.

Úrslit og markaskorarar:

Ferencvaros 1 - 2 Tottenham
0-1 Pape Matar Sarr ('23 )
0-2 Brennan Johnson ('86 )
1-2 Barnabas Varga ('90 )

Lazio 4 - 1 Nice
1-0 Pedro ('20 )
2-0 Valentin Castellanos ('35 )
2-1 Jeremie Boga ('41 )
3-1 Valentin Castellanos ('53 )
4-1 Mattia Zaccagni ('67 , víti)

Maccabi Tel Aviv 0 - 2 Midtjylland
0-1 Franculino ('39 )
0-2 Edward Chilufya ('89 )

Olympiakos 3 - 0 Braga
1-0 Ayoub El Kaabi ('45 )
2-0 Santiago Hezze ('53 )
3-0 Ayoub El Kaabi ('59 )

Qarabag 1 - 2 Malmo FF
1-0 Juninho ('15 )
1-1 Erik Botheim ('19 )
1-2 Erik Botheim ('47 )

Real Sociedad 1 - 2 Anderlecht
1-0 Pablo Marin ('5 )
1-1 Luis Vasquez ('28 )
1-2 Theo Leoni ('39 )

Rigas FS 2 - 2 Galatasaray
0-1 Dries Mertens ('12 )
0-2 Yunus Akgun ('38 )
1-2 Janis Ikaunieks ('40 )
2-2 Lasha Odisharia ('55 )

Slavia Praha 1 - 1 Ajax
0-1 Branco van den Boomen ('18 , víti)
1-1 Tomas Chory ('67 )
Rautt spjald: Youri Baas, Ajax ('75)

Hoffenheim 2 - 0 Dynamo K.
1-0 Adam Hlozek ('22 )
2-0 Adam Hlozek ('60 )
Athugasemdir
banner
banner
banner