PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
banner
   fim 03. október 2024 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eyrún Embla áfram í Garðabæ
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan tilkynnti í dag að Eyrún Embla Hjartardóttir væri búin að framlengja samning sinn við félagið út tímabilið 2027.

„Eyrún er lykilleikmaður hjá okkur og hefur sýnt mikilvægi sitt bæði innan og utan vallar. Eyrún er stór partur af framtíð Stjörnunnar og við erum fullviss um að hún muni halda áfram að skara fram úr í bláu treyjunni!" segir í tilkynningu Stjörnunnar.

Eyrún er fædd árið 2005 og kom í Stjörnuna fyrir tímabilið 2021 eftir að hafa alist upp á Snæfellsnesi.

Í sumar spilaði hún 20 af 21 leik Stjörnunnar í Bestu deildinni. Stjarnan endaði í 7. sæti deildarinnar.

Hún er varnarmaður sem var í U19 landsliðinu í fyrra sem fór á lokamót EM. Alls á að hún að baki 30 leiki fyrir yngri landsliðin.
Athugasemdir
banner
banner