Trent efstur á blaði Real - Newcastle vill Mbeumo - Arsenal hefur áhuga á Kudus
   fim 03. október 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - Víkingar hefja leik í Sambandsdeildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur mun í dag þreyta frumraun sína í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu er liðið heimsækir Omonoia til Kýpur klukkan 16:45 í dag.

Víkingar tryggðu sig áfram í Sambandsdeildina, sem verður spilað með svipuðu formi og Meistaradeildin, með því að vinna Santa Coloma frá Andorra í umspilinu.

Fyrsti leikur Víkings í deildarkeppninni fer fram á Kýpur en andstæðingurinn er Omonoia.

Aðeins einu sinni hefur Omonoia mætt íslensku liði en það var gegn ÍA tímabilið 1975/1976 í Evrópukeppni meistaraliða. ÍA vann það einvígi samanlagt, 5-2.

Leikur dagsins:

Sambandsdeild UEFA - deildarkeppni
16:45 Omonoia-Víkingur R. (GSP)
Athugasemdir
banner