Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   fim 03. október 2024 19:23
Brynjar Ingi Erluson
Sambandsdeildin: Flottur leikur hjá Gumma Tóta í sigri Noah
Gummi Tóta átti flottan leik með Noah
Gummi Tóta átti flottan leik með Noah
Mynd: FC Noah
Kevin Denkey skoraði þrennu á hálftíma fyrir Cercle Brugge. Liðið mætir næst Víkingum
Kevin Denkey skoraði þrennu á hálftíma fyrir Cercle Brugge. Liðið mætir næst Víkingum
Mynd: Getty Images
Guðmundur Þórarinsson og félagar í armenska liðinu Noah unnu 2-0 sigur á Boleslav í fyrstu umferð í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld.

Selfyssingurinn gekk í raðir Noah í sumar og búinn að næla sér í fast hlutverk í liðinu.

Hann var einn af bestu mönnum liðsins í kvöld en Fotmob gefur honum 8 í einkunn. Aðeins þrír leikmenn voru með hærri einkunn en bakvörðurinn.

Spænska liðið Real Betis tapaði óvænt fyrir Legia Varsjá frá Póllandi, 1-0 og þá skoraði Tógó-maðurinn Kevin Denkey þrennu á hálftíma er Cercle Brugge vann St. Gallen, 6-2.

Denkey mætir því sjóðandi heitur í leikinn gegn Víkingi R. en sá leikur er spilaður á Kópavogsvelli 24. október næstkomandi.

Úrslit og markaskorarar:

Heidenheim 2 - 1 Olimpija
1-0 Adrian Beck ('6 )
1-1 Alex Blanco ('77 )
2-1 Paul Wanner ('83 )
2-1 Paul Wanner ('83 , Misnotað víti)

Cercle Brugge 6 - 2 St. Gallen
1-0 Alan Minda ('3 )
2-0 Kevin Denkey ('26 )
3-0 Kevin Denkey ('43 )
4-0 Kevin Denkey ('54 , víti)
4-1 Kevin Csoboth ('58 )
5-1 Gary Magnee ('63 )
6-1 Gary Magnee ('68 )
6-2 Felix Mambimbi ('81 )

Astana 1 - 0 Backa Topola
1-0 Kipras Kazukolovas ('15 )

Dinamo Minsk 1 - 2 Hearts
1-0 Steven Alfred ('21 )
1-1 Sergey Politevich ('37 , sjálfsmark)
1-2 Yan Dhanda ('90 )

Noah 2 - 0 Boleslav
1-0 Matheus Aias ('58 )
2-0 Virgile Pinson ('76 )

Legia 1 - 0 Betis
1-0 Steve Kapuadi ('23 )

Molde 3 - 0 Larne FC
1-0 Magnus Eikrem ('51 )
2-0 Ola Brynhildsen ('78 )
3-0 Frederik Ihler ('90 )
Rautt spjald: Conor McKendry, Larne FC ('90)
Athugasemdir
banner
banner
banner