Stjarnan mun í hádeginu á morgun koma með tilkynningu. Með færslu á samfélagsmiðlum í kvöld gaf félagið til kynna að um nýjan leikmann væri að ræða.
Seint í kvöld setti svo Magnús Þórir Matthíasson, fyrrum leikmaður Keflavíkur, inn færslu á X þar sem hann birti mynd af Samúel og lyndistákn sem gáfu til kynna að hann væri að skrifa undir hjá Stjörnunni.
Seint í kvöld setti svo Magnús Þórir Matthíasson, fyrrum leikmaður Keflavíkur, inn færslu á X þar sem hann birti mynd af Samúel og lyndistákn sem gáfu til kynna að hann væri að skrifa undir hjá Stjörnunni.
Samúel er 28 ára miðjumaður sem hefur verið án félags síðan samningur hans við gríska félagið Atromitos rann út í júní. Hann var orðaður við Dinamo Tbilisi í Georgíu og Ingolstadt í þýsku B-deildinni í sumar. Hann ætlaði sér að reyna halda áfram að spila úti en er kominn heim til Íslands.
Hann á að baki átta A-landsleiki, var valinn í HM hópinn 2018 og spilaði síðast með liðinu 2019. Hann var síðast í landsliðshópnum í september 2020.
Hann er uppalinn í Keflavík og fór ungur til Reading á Englandi. Áður en hann fór lék hann tvo leiki í efstu deild. Hann hefur leikið með Vålerenga, Viking, Paderborn og Atromitos erlendis.
Uppfært: Upphaflega var sagt frá því að Samúel gæti spilað með Stjörnunni í lokaleikjunum en það er ekki rétt. Félagaskiptareglur á Íslandi leyfa það ekki.
???????? pic.twitter.com/8zhgXimWCc
— Magnus Thorir (@MagnusThorir) October 3, 2024
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Breiðablik | 27 | 19 | 5 | 3 | 63 - 31 | +32 | 62 |
2. Víkingur R. | 27 | 18 | 5 | 4 | 68 - 33 | +35 | 59 |
3. Valur | 27 | 12 | 8 | 7 | 66 - 42 | +24 | 44 |
4. Stjarnan | 27 | 12 | 6 | 9 | 51 - 43 | +8 | 42 |
5. ÍA | 27 | 11 | 4 | 12 | 49 - 47 | +2 | 37 |
6. FH | 27 | 9 | 7 | 11 | 43 - 50 | -7 | 34 |
Athugasemdir