Sigurður Hjörtur Þrastarson fær það verkefni að dæma botnslaginn í Vesturbænum á morgun þar sem tvö neðstu lið deildarinnar; KR og Afturelding. eigast við.
Það er gríðarlega mikið undir og búast má við mjög erfiðum leik að dæma. Ef allt fer á versta veg fyrir KR um helgina verður liðið sex stigum frá öruggu sæti fyrir síðustu tvær umferðirnar.
Sigurður Hjörtur hefur þróast út í að verða einn besti dómari landsins og dæmdi hann til að mynda bikarúrslitaleikinn í ár. Patrik Freyr Guðmundsson og Eðvarð Eðvarðsson verða aðstoðardómarar á morgun en þeir voru líka á bikarúrslitaleiknum. Twana Khalid Ahmed verður fjórði dómari.
Það er gríðarlega mikið undir og búast má við mjög erfiðum leik að dæma. Ef allt fer á versta veg fyrir KR um helgina verður liðið sex stigum frá öruggu sæti fyrir síðustu tvær umferðirnar.
Sigurður Hjörtur hefur þróast út í að verða einn besti dómari landsins og dæmdi hann til að mynda bikarúrslitaleikinn í ár. Patrik Freyr Guðmundsson og Eðvarð Eðvarðsson verða aðstoðardómarar á morgun en þeir voru líka á bikarúrslitaleiknum. Twana Khalid Ahmed verður fjórði dómari.
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson mun dæma leik ÍBV og ÍA á morgun og Helgi Mikael Jónasson leik Vals og Stjörnunnar en ekki er búiið að opinbera hverjir dæma leiki sunnudagsins.
laugardagur 4. október
Besta-deild karla - Efri hluti
20:00 Valur-Stjarnan (N1-völlurinn Hlíðarenda)
Besta-deild karla - Neðri hluti
14:00 KR-Afturelding (Meistaravellir)
14:00 ÍBV-ÍA (Hásteinsvöllur)
sunnudagur 5. október
Besta-deild karla - Efri hluti
19:15 Breiðablik-Fram (Kópavogsvöllur)
19:15 Víkingur R.-FH (Víkingsvöllur)
Besta-deild karla - Neðri hluti
14:00 KA-Vestri (Greifavöllurinn)
Besta-deild karla - Efri hluti
| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. Víkingur R. | 26 | 16 | 6 | 4 | 56 - 31 | +25 | 54 |
| 2. Valur | 26 | 13 | 6 | 7 | 61 - 44 | +17 | 45 |
| 3. Stjarnan | 26 | 12 | 6 | 8 | 48 - 42 | +6 | 42 |
| 4. Breiðablik | 26 | 10 | 9 | 7 | 43 - 40 | +3 | 39 |
| 5. FH | 26 | 8 | 9 | 9 | 46 - 42 | +4 | 33 |
| 6. Fram | 26 | 9 | 6 | 11 | 37 - 37 | 0 | 33 |
Besta-deild karla - Neðri hluti
| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. KA | 27 | 11 | 6 | 10 | 45 - 49 | -4 | 39 |
| 2. ÍBV | 27 | 9 | 6 | 12 | 34 - 37 | -3 | 33 |
| 3. ÍA | 26 | 10 | 1 | 15 | 36 - 50 | -14 | 31 |
| 4. Vestri | 26 | 8 | 5 | 13 | 25 - 39 | -14 | 29 |
| 5. KR | 26 | 7 | 7 | 12 | 50 - 61 | -11 | 28 |
| 6. Afturelding | 26 | 6 | 9 | 11 | 36 - 45 | -9 | 27 |
Athugasemdir



