Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 03. nóvember 2022 12:30
Elvar Geir Magnússon
Ísland í A-deild í nýrri Þjóðadeild kvenna - Undankeppni stórmóta breytist
Icelandair
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fagnar á EM.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fagnar á EM.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
UEFA, fótboltasamband Evrópu, hefur kynnt stórar breytingar á fyrirkomulagi undankeppni EM og HM kvenna. Þjóðadeild kvenna verður sett á laggirnar og Ísland hefur keppni í A-deild.

Þessi nýja Þjóðadeild mun skera úr um það hvaða lið komast á EM og HM, sem og það hvaða lið komast á Ólympíuleikana.

Það verður þó ekki keppt um sæti á HM eða EM í fyrstu útgáfu Þjóðadeildarinnar sem hefst haustið 2023. Tvö efstu liðin í keppninni komast á Ólympíuleikana í París. Frakkland á auðvitað fast sæti á Ólympíuleikunum og fer liðið í þriðja sæti á Ólympíuleikana ef franska liðið endar í öðru af tveimur efstu sætunum.

Sextán lið verða í A-deildinni, sextán í B-deild og önnur lið í C-deildinni. Tvö efstu lið hvers riðils halda sæti sínu í deildinni, liðin í þriðja sæti A-deildar fara í umspil við lið úr 2. sæti í B-deild en neðstu lið hvers riðils falla.

Í annarri útgáfu Þjóðadeildarinnar, sem leikin verður 2024, verður svo spilað um sæti í lokakeppni EM 2025. Hin hefðbundna undankeppni er lögð niður.

Liðin átta sem enda í 1. og 2. sæti síns riðils í A-deildinni komast beint á EM en liðin sem enda í 3. og 4. sæti síns riðils í A-deild fara í umspil.
Athugasemdir
banner
banner
banner