Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   sun 03. nóvember 2024 20:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Maresca: Þetta var augljóslega rautt spjald
Mynd: EPA

Enzo Maresca, stjóri Chelsea, var ekki sáttur með að Lisandro Martinez hafi ekki fengið rautt spjald fyrir brot á Cole Palmer undir lok leiks Man Utd og Chelsea á Old Trafford í kvöld.

Martinez fór með takkana í hnéið á Palmer sem þurfti að kæla á sér hnéið í klefanum eftir leikinn.


„Þetta er nokkuð augljóst fyrir okkur öllum en dómarinn tók aðra ákvörðun. Þegar þú ferð ekki í oltann og bara í manninn er það rautt," sagði Maresca.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli þar sem Bruno Fernandes kom United yfir en Moises Caicedo jafnaði metin stuttu síðar.


Athugasemdir
banner