Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
   mán 03. nóvember 2025 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Arteta: Besti fyrri hálfleikur sem við höfum spilað
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Arsenal heimsótti nýliða Burnley í ensku úrvalsdeildinni um helgina og skóp þægilegan sigur eftir frábæran fyrri hálfleik.

Viktor Gyökeres og Declan Rice skoruðu mörkin og gaf Arsenal varla færi á sér. Burnley sá ekki til sólar í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn var mun betri hjá heimamönnum, sem tókst þó ekki að ógna mikið.

„Ég er mjög ánægður með sigurinn útaf því að Turf Moor er virkilega erfiður staður til að heimsækja. Þeir höfðu tapað einum deildarleik á 18 mánuðum á þessum velli og það var 0-1 gegn Liverpool, í leik sem réðist af vítaspyrnu. Það segir allt sem segja þarf um hversu erfiður völlur þetta er," sagði Arteta eftir lokaflautið á laugardaginn.

„Fyrri hálfleikurinn í dag er einn sá besti sem við höfum nokkurn tímann spilað. Við skoruðum tvö mörk, sköpuðum tvö eða þrjú önnur dauðafæri og gáfum ekki færi á okkur. Við vorum óaðfinnanlegir í þessum fyrri hálfleik.

„Við vorum langt frá því að vera jafn góðir á boltanum í seinni hálfleik, en við vörðumst mjög vel. Varnarmennirnir stóðu vaktina virkilega vel og tókst að halda aftur hreinu."


Arsenal er núna búið að halda hreinu í síðustu sjö leikjum í röð í öllum keppnum.

„Við erum mjög ánægðir með upphaf tímabilsins en það er ennþá margt sem við getum bætt við okkar leik."
Athugasemdir
banner
banner
banner