Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 03. desember 2020 22:47
Brynjar Ingi Erluson
Mourinho gagnrýnir leikmennina: Ég vissi þetta alveg
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham á Englandi, var ekki nógu ánægður með lið sitt eftir 3-3 jafnteflið gegn LASK Linz í Evrópudeildinni í kvöld.

Tottenham hefur átt nokkra erfiða leiki í keppninni á þessu tímabili en liðið lenti undir í lok fyrri hálfleiks áður en Gareth Bale jafnaði stuttu síðar úr vítaspyrnu. Tottenham komst tvisvar sinnum yfir í síðari hálfleik en liðið glutraði forystunni.

Mourinho ræddi við fjölmiðla eftir leik og virtist hann afar ósáttur með leikmennina.

„Það er ekkert nýtt í þessu. Ég vissi það vel að sumir leikmenn fá enga hvatningu úr því að spila í riðlakeppni Evrópudeildarinnar," sagði Mourinho.

„Sumir leikmenn eru mikilvægir fyrir okkur og ég þarf þá alltaf á vellinum undir öllum kringumstæðum. Þeir gefa liðinu mikið jafnvægi."

„Hojbjerg er gott dæmi um það og Sonny, án þeirra þá hefðum við ekki náð í jákvæð úrslit. Ég lærði ekkert nýtt. Leikmennirnir vita hvað mér finnst og ég deili því með þeim."

„Þegar ég sá upphitunina fyrir leikinn þá fékk einhverja tilfinningu og sagði við mína leikmenn að það væri mikill munur á ákefðinni, talanda og áhuga miðað við hvernig upphitunin var hjá LASK Linz en þetta kemur mér ekkert á óvart,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner