Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 03. desember 2021 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Howe: Af hverju ekki að breyta sögunni?
Mynd: EPA
Newcastle er í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir fjórtán leiki og þarf að gera eitthvað sem engu liði hefur áður tekist til að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni.

Ekkert lið hefur verið án sigurs eftir fjórtán leiki og haldið sér uppi.

Eddie Howe, stjóri Newcastle, er þrátt fyrir það bjartsýnn. Sérstaklega eftir að hans mati góða frammistöðu gegn Norwich á þriðjudag.

„Það er ástæða fyrir því að þetta hefur aldrei verið gert áður, því það er alveg ótrúlega erfitt. En af hverju ekki að vera fyrsta liðið? Þannig verður hugarfarið ða vera. Af hverju ekki að breyta sögunni?"

Newcastle á mikilvægan leik gegn Burnley á heimavelli á morgun en bæði lið eru í fallsæti.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner