Hamar auglýsir eftir umsóknum um þjálfara meistaraflokka hjá félaginu. Karlalið Hamars spilar í nýrri 5. Deild að ári og er stefnan sett á toppbaráttu þar, kvennaliðið spilar svo í 2. deild. Leitað er að metnaðarfullum þjálfara sem er tilbúinn að taka þátt í uppbyggingu félagsins.
Þjálfun í yngri flokkum getur verið inni í starfinu. Reynsla af þjálfarastörfum og þjálfaramenntun er skilyrði fyrir ráðningu.
Áhugasamir geta sótt um með því að senda tölvupóst með ferilskrá á Unnar Magnússon, netfang: [email protected]. En þar er einnig hægt að nálgast frekari upplýsingar um starfið.
Athugasemdir