Brunaútsala hjá Man Utd - Greenwood ætlar að hafna Barcelona - Chelsea reyndi að fá Nunez fyrir tímabilið
   sun 03. desember 2023 15:26
Elvar Geir Magnússon
Kristian skoraði fyrir Ajax annan deildarleikinn í röð
Alfons fagnaði sigri gegn Willum
Kristian í leiknum í dag.
Kristian í leiknum í dag.
Mynd: EPA
Hinn magnaði Kristian Hlynsson heldur áfram að vera það jákvæðasta á erfiðu tímabili Ajax. Þessi nítján ára leikmaður sem lék í liðnum mánuði sinn fyrsta landsleik skoraði fyrra mark Ajax í 2-1 útisigri gegn NEC Nijmegen.

Hann skoraði þar með í öðrum deildarleiknum í röð en markið gerði hann af stuttu færi eftir undirbúning Brian Brobbey. Varamaðurinn Carlos Borges skoraði seinna markið á 88. mínútu en Elayis Tavsan minnkaði muninn fyrir heimamenn í uppbótartíma.

Kristian lék allan leikinn fyrir Ajax en liðið hefur verið að rétta úr kútnum og er komið upp í 8. sæti.

Willum Þór Willumsson lék allan leikinn fyrir Go Ahead Eagles sem tapaði 1-3 gegn Twente. Alfons Sampsted lék allan leikinn fyrir Twente og fagnaði sigri. Twente er í þriðja sæti en Go Ahead Eagles í því fimmta.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner