Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 03. desember 2023 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Laun Mainoo tvöfaldast hjá Man Utd
Mynd: Getty Images
Ungstirnið Kobbie Mainoo var besti leikmaður Manchester United í 1-0 tapinu gegn Newcastle í gær og má sjá að hann eigi eftir að verða að lykilmanni á næstu árum.

Mainoo er 18 ára gamall miðjumaður sem spilaði fyrstu leiki sína á síðasta tímabili.

Hann meiddist á undirbúningstímabilinu í sumar en sneri aftur í síðasta mánuði og hefur nú byrjað síðustu tvo deildarleiki Man Utd, gegn Everton og Newcastle.

Englendingurinn er að þéna um 10 þúsund pund á viku hjá United, en Daily Star heldur því fram að hann sé með klásúlu í samningnum sem tvöfaldar laun hans ef hann fær stærra hlutverk innan liðsins.

Það er óhætt að segja að hann verði í stóru hlutverki á næstunni og hækka því launin hans upp í 20 þúsund pund á viku.

Mainoo skrifaði undir nýjan samning við United í byrjun ársins en hann er bundinn félaginu til 2027.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner