Dregið var í þriðju umferð enska bikarsins í gær en það var mikið fagnaðarefni fyrir mörg lið í neðri deildum að fá útileik gegn stórliðum í úrvalsdeildinni.
Ashley Young, leikmaður Everton, fagnaði því hins vegar gríðarlega að Everton skildi fá heimaleik gegn C-deildarliði Peterborough.
Það er vegna þess að sonur hans, Tyler Young, er leikmaður liðsins. „Draumar gætu ræst," skrifaði Ashley Young á samfélagsmiðilinn X eftir dráttinn.
Tyler er 18 ára gamall en hann var í akademíu Arsenal áður en hann gekk til liðs við Peterborough í sumar. Hann hefur spilað með varaliði félagsins en hefur fengið tækifæri í deildabikarnum. Það verður áhugavert að sjá hvort feðgarnir mætist en leikurinn fer fram um miðjan janúar.
WOW………. Dreams Might Come True ????????????????????#FaCup #GoosebumpsMoment #YoungVsYoung
— Ashley Young (@youngy18) December 2, 2024