Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   þri 03. desember 2024 18:27
Brynjar Ingi Erluson
Maresca: Felix og Palmer ástæðan fyrir því að fólk kaupir miða
Mynd: Getty Images
Enzo Maresca, stjóri Chelsea, kom með fremur djarfa yfirlýsingu eftir 3-0 sigur liðsins á Aston Villa um helgina en hann heldur því fram að þeir Cole Palmer og Joao Felix séu ástæðan fyrir því að fólk kaupir miða á leiki liðsins.

Palmer hefur verið besti maður Chelsea síðan hann kom frá Manchester City á síðasta ári og verið að skila ótrúlegum tölum í ensku úrvalsdeildinni.

Felix kom aftur til Chelsea í sumar frá Atlético Madríd, en hann eyddi fyrri hluta síðasta árs hjá félaginu. Portúgalinn hefur komið að sex mörkum á þessu tímabili en aðeins gert eitt mark í deildinni.

Eftir leikinn talaði Maresca um þessa tvo leikmenn og sagði þá beinlínis vera í öðrum klassa en aðrir leikmenn félagsins.

„Cole Palmer og Joao Felix eru leikmennirnir sem fá fólk til þess að borga fyrir miða. Það þýðir ekki endilega að hinir leikmennirnir séu ekki góðir, en þeir eru ólíkir hinum,“ sagði Maresca við Nizaar Kinsella.
Athugasemdir
banner
banner
banner