Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 04. janúar 2023 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Gat ekki tekið undir með Arteta - „Mér fannst þetta ekki vera víti"
Mynd: EPA
Eddie Howe, stjóri Newcastle United, segir að liðið hafi ekki átt að fá á sig vítaspyrnu í markalausa jafnteflinu gegn Arsenal á Emirates í gær.

Tvö atvik komu upp í leiknum þar sem Arsenal gat fengið vítaspyrnu.

Dan Burn reif niður brasilíska varnarmanninn Gabriel á 58. mínútu í teignum en Andy Madley, dómari leiksins, sá ekkert athugavert við það atvik.

Það var svo undir lok leiks er Granit Xhaka reyndi fyrirgjöf inn í teiginn en Jacob Murphy komst fyrir boltann. Í endursýningu virðist hann handleika knöttinn. Madley fannst það ekki vera víti og sagði VAR það sama — engin vítaspyrna.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var ekkert að spara stóru orðin eftir leik og lýsti því sem skandal að liðið hafi ekki fengið vítaspyrnu en Howe var ekki alveg sammála Arteta.

„Á þessum tímapunkti leiksins vonaðist ég auðvitað til að þetta yrði ekki gefið því strákarnir höfðu lagt svo mikið í leikinn. Það hefði verið skelfilegt fyrir okkur.“

„Mér fannst ekki að þetta hafi átt að vera vítaspyrna bara útaf því hversu nálægt hann var boltanum en maður veit aldrei. Ég er ekki viss um að það hafi átt að gefa vítið því það var ekki mikið bil á milli þeirra. Mér fannst handleggurinn á Jacob ekki hátt uppi og fyrir mér var þetta ekki vítaspyrna “
sagði Howe sem var svo búinn að gleyma fyrra atvikinu í leiknum er Burn reif niður Gabriel.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner