Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   lau 04. febrúar 2023 22:07
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Jafnt í Madríd - Celta vann sjö marka leik
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Atletico Madrid tók á móti Getafe í spænska boltanum í dag og var ekki mikið um opin marktækifæri en heimamenn í Atletico voru með yfirhöndina.


Fyrsta mark leiksins leit ekki dagsins ljós fyrr en á 60. mínútu en flögguð rangstæða. Angel Correa, sem setti boltann í netið, var skipt af velli í sömu andrá og rangstæðan var dæmd. Hann gekk því niðurlútur að varamannabekknum en skömmu síðar voru liðsfélagarnir allir mættir til að fagna markinu með honum eftir inngrip frá VAR sem sagði rangstöðudóminn ekki vera réttmætan.

Atletico var því búið að taka forystuna og þá þurftu gestirnir að vakna til lífsins, sem þeir gerðu og uppskáru vítaspyrnu á 83. mínútu. Enes Unal skoraði af vítapunktinum og bjargaði þar með dýrmætu stigi í fallbaráttunni.

Atletico er áfram í fjórða sæti og þökk sé úrslitum úr öðrum leikjum græddi liðið eitt stig á næstu keppinauta fyrir aftan sig sem töpuðu í dag. Atletico er því með fjögurra stiga forystu í síðasta Meistaradeildarsætinu, en heilum 15 stigum eftir toppliði Barcelona sem á leik til góða.

Atletico Madrid 1 - 1 Getafe
1-0 Angel Correa ('60)
1-1 Enes Unal ('83)

Í seinni leik kvöldsins áttust Real Betis og Celta Vigo við í leik sem reyndist hin mesta skemmtun og endaði með sjö mörkum.

Staðan var jöfn, 2-2, eftir fyrri hálfleikinn þar sem heimamenn í Betis voru með yfirburði en færanýting gestanna frá Vigo var ótrúlega góð og hélt áfram í síðari hálfleik.

Staðan var orðin 2-4 og lögðu heimamenn alla sína krafta í sóknarleikinn. Nabil Fekir minnkaði muninn úr vítaspyrnu á lokakaflanum og var gríðarlega mikill hiti í uppbótartímanum sem entist í þrettán mínútur og bauð uppá rautt spjald - en ekkert jöfnunarmark.

Norðmaðurinn Jörgen Strand Larsen skoraði og lagði upp fyrir Celta á meðan Gabriel Veiga skoraði tvennu og gerði Joseph Aidoo eitt. 

Frábær sigur hjá Celta sem var að vinna annan leikinn sinn í röð og er búið að rífa sig burtu frá fallsvæðinu. Celta er um miðja deild með 23 stig eftir 20 umferðir á meðan Betis er í Evrópubaráttu með 31 stig.

Betis 3 - 4 Celta
0-1 Jorgen Strand Larsen ('6 )
1-1 Juanmi ('9 )
2-1 Sergio Canales ('23 )
2-2 Gabriel Veiga ('42 )
2-3 Gabriel Veiga ('56 )
2-4 Joseph Aidoo ('69 )
3-4 Nabil Fekir ('84 , víti)
Rautt spjald: Luiz Felipe, Betis ('90)


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 35 26 4 5 95 36 +59 82
2 Real Madrid 35 23 6 6 72 37 +35 75
3 Atletico Madrid 35 20 10 5 60 27 +33 70
4 Athletic 35 17 13 5 51 26 +25 64
5 Villarreal 35 17 10 8 61 47 +14 61
6 Betis 35 16 10 9 53 43 +10 58
7 Celta 35 14 7 14 55 54 +1 49
8 Vallecano 35 12 11 12 37 42 -5 47
9 Mallorca 35 13 8 14 33 40 -7 47
10 Osasuna 35 10 15 10 43 51 -8 45
11 Valencia 35 11 12 12 43 51 -8 45
12 Real Sociedad 35 12 7 16 32 41 -9 43
13 Getafe 35 10 9 16 31 34 -3 39
14 Espanyol 35 10 9 16 38 47 -9 39
15 Sevilla 35 9 11 15 39 49 -10 38
16 Girona 35 10 8 17 41 53 -12 38
17 Alaves 35 8 11 16 35 47 -12 35
18 Leganes 35 7 13 15 35 53 -18 34
19 Las Palmas 35 8 8 19 40 57 -17 32
20 Valladolid 35 4 4 27 26 85 -59 16
Athugasemdir
banner
banner