Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
banner
   mán 04. mars 2013 23:18
Elvar Geir Magnússon
Líkleg byrjunarlið Man Utd og Real Madrid
Eins og oft áður munu allra augu beinast að Cristiano Ronaldo.
Eins og oft áður munu allra augu beinast að Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Það er sannkallaður risaslagur annað kvöld þegar Manchester United og Real Madrid eigast við í seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fyrri leikurinn á Spáni endaði 1-1 og mætast liðin á Old Trafford á morgun.

Hér að neðan má sjá líkleg byrjunarlið liðanna samkvæmt Goal.com.

Líklegt lið Man Utd:
De Gea
Rafael, Evans, Ferdinand, Evra
Carrick, Cleverley
Welbeck, Rooney, Kagawa
Van Persie

Líklegt lið Real Madrid:
Lopez
Arbeloa, Varane, Ramos, Coentrao
Khedira, Alonso
Di Maria, Ozil, Ronaldo
Benzema

Alvaro Arbeloa, Sami Khedira, Angel Di Maria, Mesut Özil og Cristiano Ronaldo koma væntanlega inn í byrjunarlið Spánarmeistarana eftir að hafa verið hvíldir um liðna helgi. Phil Jones verður ekki með United en búist er við því að Tom Cleverley verði á miðjunni.

Rio Ferdinand og Jonny Evans verða líklega í hjarta varnarinnar hjá Manchester United.

Sjá einnig:
Hver er þessi Raphael Varane?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner