Það er sannkallaður risaslagur annað kvöld þegar Manchester United og Real Madrid eigast við í seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fyrri leikurinn á Spáni endaði 1-1 og mætast liðin á Old Trafford á morgun.
Hér að neðan má sjá líkleg byrjunarlið liðanna samkvæmt Goal.com.
Hér að neðan má sjá líkleg byrjunarlið liðanna samkvæmt Goal.com.
Líklegt lið Man Utd:
De Gea
Rafael, Evans, Ferdinand, Evra
Carrick, Cleverley
Welbeck, Rooney, Kagawa
Van Persie
Líklegt lið Real Madrid:
Lopez
Arbeloa, Varane, Ramos, Coentrao
Khedira, Alonso
Di Maria, Ozil, Ronaldo
Benzema
Alvaro Arbeloa, Sami Khedira, Angel Di Maria, Mesut Özil og Cristiano Ronaldo koma væntanlega inn í byrjunarlið Spánarmeistarana eftir að hafa verið hvíldir um liðna helgi. Phil Jones verður ekki með United en búist er við því að Tom Cleverley verði á miðjunni.
Rio Ferdinand og Jonny Evans verða líklega í hjarta varnarinnar hjá Manchester United.
Sjá einnig:
Hver er þessi Raphael Varane?
Athugasemdir