Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 04. mars 2021 20:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu stoðsendingu Gylfa - Komið að átta mörkum í átta leikjum
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið einstaklega góður fyrir enska úrvalsdeildarfélagið Everton að undanförnu.

Í kvöld lagði hann upp sigurmarkið fyrir Everton í sigri á West Brom, 43 sekúndum eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Úrslit kvöldsins til þessa:
England: Tók Gylfa 43 sekúndur að leggja upp sigurmark

Þetta var annar leikurinn í röð þar sem Gylfi leggur upp sigurmark Everton fyrir Brasilíumanninn Richarlison. Everton er komið upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar með þessum sigri.

Hægt er að sjá sigurmark Everton og stoðsendingu Gylfa með því að smella hérna.

Gylfi er núna búinn að koma að átta mörkum í síðustu átta leikjum sem hann hefur spilað. Hann er að stíga aldeilis upp sem er gaman að sjá.

Síðustu átta leikir Gylfa:
Leeds 1 - 2 Everton (eitt mark)
Man Utd 3 - 3 Everton
Everton 5 - 4 Tottenham (mark og þrjár stoðsendingar)
Everton 0 - 2 Fulham
Everton 1 - 3 Man City
Liverpool 0 - 2 Everton (mark)
Everton 1 - 0 Southampton (stoðsending)
West Brom 0 - 1 Everton (stoðsending)

Athugasemdir
banner
banner
banner