Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 04. mars 2023 22:01
Ívan Guðjón Baldursson
Frakkland: Mbappe markahæstur í sögu PSG
Mynd: EPA

PSG 4 - 2 Nantes
1-0 Lionel Messi ('12)
2-0 J. Hadjam ('17, sjálfsmark)
2-1 Ludovic Blas ('31)
2-2 I. Ganago ('38)
3-2 Danilo Pereira ('60)
4-2 Kylian Mbappe ('91)


Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain eru komnir með ellefu stiga forystu á toppi frönsku deildarinnar eftir sigur gegn Nantes í kvöld.

Lionel Messi kom PSG yfir snemma leiks og var forystan tvöfölduð skommu síðar með sjálfsmarki en gestirnir frá Nantes voru ekki á því að gefast upp. Þeir náðu að jafna fyrir leikhlé og mættu liðin inn í seinni hálfleikinn í stöðunni 2-2.

Danilo Pereira kom PSG yfir á nýjan leik á 60. mínútu og innsiglaði stórstjarnan Kylian Mbappe svo sigurinn í uppbótartíma.

Mbappe og félagar fögnuðu markinu hans innilega þar sem leikmaðurinn varð markahæsti leikmaður í sögu PSG þegar hann skoraði þetta mark - með einu marki meira en Edinson Cavani.

Magnað afrek hjá Mbappe sem er ekki nema 24 ára gamall og hefur þegar unnið alla titla sem standa til boða nema Evróputitil, hvort sem það er með Frakklandi eða PSG.

Mbappe hefur í heildina skorað 201 mark og gefið 96 stoðsendingar í 247 leikjum með PSG.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner