Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 04. mars 2023 18:32
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikar kvenna: Halla sneri stöðunni við - Birta Ósk með fernu
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það fóru tveir leikir fram í C-deild Lengjubikars kvenna í dag þar sem Völsungur og KH unnu heimaleiki sína gegn Einherja og Sindra.


Völsungur lenti undir gegn Einherja en Halla Bríet Kristjánsdóttir sneri stöðunni við með tvennu í síðari hálfleik. Völsungur vann að lokum viðureignina með marki seint í uppbótartíma og byrjar Lengjubikarinn því á sigri.

Þá rúllaði KH yfir Sindra en staðan í þeim leik var nokkuð jöfn framanaf. KH leiddi 2-1 þar til á 71. mínútu þegar Birta Ósk Sigurjónsdóttir skipti um gír og byrjaði að raða inn hverju markinu fætur öðru.

Birta skoraði að lokum fernu í 5-1 sigri KH, og eru Hlíðastelpur með þrjú stig eftir tvær umferðir. Þetta var fyrsti leikur Sindra í Lengjubikarnum í ár.

Völsungur 2 - 1 Einherji
0-1 Bernadett Viktoria Szeles ('27 )
1-1 Halla Bríet Kristjánsdóttir ('55 )
2-1 Halla Bríet Kristjánsdóttir ('99 )

KH 5 - 1 Sindri
1-0 Rihane Aajal ('11 )
2-0 Birta Ósk Sigurjónsdóttir ('18 )
2-1 Kristín Magdalena Barboza ('32 )
3-1 Birta Ósk Sigurjónsdóttir ('71 )
4-1 Birta Ósk Sigurjónsdóttir ('85 )
5-1 Birta Ósk Sigurjónsdóttir ('90 )


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner