
Þór/KA 4 - 3 Valur
1-0 Sandra María Jessen ('9 )
2-0 Sandra María Jessen ('27 )
2-1 Bryndís Arna Níelsdóttir ('30 )
3-1 Amalía Árnadóttir ('31 )
4-1 Sandra María Jessen ('35 )
4-2 Krista Dís Kristinsdóttir ('73 , Sjálfsmark)
4-3 Ásdís Karen Halldórsdóttir ('85 , Mark úr víti)
Sandra María Jessen lék á alls oddi er Þór/KA tók á móti Íslandsmeisturum Vals í Lengjubikar kvenna í dag.
Sandra afgreiddi Valskonur með þrennu í fyrri hálfleik og leiddu Akureyringar 4-1 þegar flautað var til leikhlés. Amalía Árnadóttir skoraði einnig fyrir Þór/KA á meðan Bryndís Arna Níelsdóttir gerði mark Vals.
Valur minnkaði muninn í síðari hálfleik, með sjálfsmarki og marki úr vítaspyrnu, en komst þó ekki nær og urðu lokatölur 4-3 fyrir Þór/KA.
Þór/KA er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir í riðlakeppni Lengjubikarsins. Valur er óvænt án stiga eftir tapleiki í fyrstu tveimur umferðunum.