Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   lau 04. mars 2023 15:31
Brynjar Ingi Erluson
Mark Billing í fimmta sæti yfir fljótustu mörk deildarinnar frá upphafi
Markið sem Philip Billing skoraði gegn Arsenal er það fimmta fljótasta í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en hann skoraði eftir einungis ellefu sekúndur.

Bournemouth tók upphafsspyrnuna og færði boltann hratt út á hægri vænginn.

Boltinn fór þaðan fyrir markið og á Billing sem skoraði af stuttu færi en það voru ellefu sekúndur á klukkunni er boltinn fór yfir línuna.

Það gerir þetta að fimmta fljótasta mark í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Fljótustu mörk deildarinnar:
1. Shane Long - 7,69 sekúndur (Watford gegn Southampton, 2019)
2. Ledley King - 9,82 sekúndur (Bradford gegn Tottenham, 2000)
3. Alan Shearer - 10,52 sekúndur (Newcastle gegn Man City, 2003)
4. Christian Eriksen - 10,54 sekúndur (Tottenham gegn Man Utd, 2018)
5. Philip Billing - 11 sekúndur (Arsenal gegn Bournemouth, 2023)
6. Mark Viduka - 11,90 sekúndur (Charlton gegn Leeds, 2001)
Athugasemdir
banner