Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 04. mars 2023 15:46
Brynjar Ingi Erluson
Sjóðandi heitur Foden valinn bestur á Etihad
Phil Foden skoraði fyrra mark Man City
Phil Foden skoraði fyrra mark Man City
Mynd: Getty Images
Enski landsliðsmaðurinn Phil Foden var besti maður vallarins er Manchester City lagði Newcastle United, 2-0, á Etihad-leikvanginum í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Glæsilegt einstaklingsframtak Foden skilaði fyrsta mark Man City en hann sá opið svæði í vörn Newcastle og nýtti sér það til fulls áður en hann skoraði.

Foden var líflegur í leiknum og hefur í raun verið í síðustu leikjum en hann er með fjögur mörk í síðustu þremur leikjum og kemur með mikla orku í síðari hluta tímabilsins.

Hann fær 8 frá Sky Sports í dag eins og Bernardo Silva, sem kom af bekknum og skoraði.

Man City: Ederson (6), Walker (7), Akanji (7), Dias (7), Ake (7), Rodri (7), De Bruyne (7), Foden (8), Gundogan (7), Grealish (7), Haaland (7).
Varamenn: Silva (8)

Newcastle: Pope (6), Trippier (7), Lascelles (7), Botman (7), Burn (6), Longstaff (6), Joelinton (6), Guimaraes (6), Almiron (6), Wilson (5), Gordon (5).
Varamenn: Saint-Maximin (6), Isak (7), Willock (7), Murphy (6).
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner