lau 04. apríl 2020 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Joe Cole og eiginkona hans rétta fram mikla hjálparhönd
Joe Cole.
Joe Cole.
Mynd: Getty Images
Joe Cole, fyrrum landsliðsmaður Englands, og eiginkona hans, Carly Cole, leggja svo sannarlega sitt af mörkum í baráttunni gegn kórónuveirunni.

Jake Humphrey, sem stjórnar oft umræðunni í fótboltaþáttum hjá BT Sport, greinir frá því á Twitter hvað Cole er að gera til að leggja sitt af mörkum.

Hann segir að Cole og Carly hafi safnað 300 þúsund pundum fyrir góðgerðarmál. Þau hafi einnig keypt 50 þrívíddarprentara til að hægt sé að prenta út hjálmgrímur fyrir lækna.

Þau hafi þá líka aðstoðað heilbrigðisstarfsfólk með því að senda því næringarríkan mat, skaffað barnapössun fyrir það og boðið upp á sálfræðimeðferð.

Fallega gert hjá Cole og eiginkonu hans. Cole hætti í fótbolta árið 2018. Hann lék á ferli sínum með félögum á borð við West Ham, Chelsea og Liverpool.


Athugasemdir
banner
banner
banner