Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   sun 04. apríl 2021 16:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Danmörk: Boltinn fór af Sveini Aroni, í Jebali og inn í uppbótartíma
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Horsens 1 - 1 OB
1-0 Louka Prip ('33)
1-1 Issam Jebali ('90+2)

Horsens og OB mættust í fall-umspilinu í dönsku Superliga í dag. OB stefnir á að halda 7. sæti deildarinanr en Horsens reynir að komast úr botnsætinu.

Aron Elís Þrándarson var í byrjunarliði OB í dag, Sveinn Aron Guðjohnsen byrjaði á bekknum og Ágúst Eðvald Hlynsson var á varamannabekk Horsens.

Horsens leiddi 1-0 í hléi, Sveinn kom inn á á 81. mínútu og á 2. mínútu uppbótartíma var OB búið að jafna.

Markið kom eftir hornspyrnu og er einhver vafi um hvort Sveinn eða Issam Jebali hafi skorað markið. Á Twitter síðu OB var tilkynnt að Sveinn hefði skorað en FlashScore er með Jebali sem markaskorara og stoðsending skráð á Svein. Aron Elís lék allan leikinn, Ágúst kom ekki við sögu og urðu lokatölur 1-1.

Sveinn svaraði fyrirspurn fréttaritara á þann hátt að hann heldur að hann sé markaskorarinn. Uppfært 16:32: „Boltinn fer af Jebali og í markið, stoðsending."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner