Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 04. maí 2021 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Dortmund hlustar á tilboð í Sancho - Ekki seldur í lok gluggans
Jadon Sancho gæti farið frá Dortmund
Jadon Sancho gæti farið frá Dortmund
Mynd: Getty Images
Þýska félagið Borussia Dortmund mun hlusta á tilboð í enska vængmanninn Jadon Sancho í sumar en Fabrizio Romano, íþróttafréttamaður á Sky Italia, greinir frá á Twitter.

Manchester United var í viðræðum við Dortmund um Sancho á síðasta ári en þýska félagið vildi fá 120 milljónir evra fyrir leikmanninn.

Dortmund gaf enska félaginu frest til 10. ágúst til að kaupa hann en United nýtti sér ekki þann glugga og var því ljóst að Sancho færi ekkert.

Samkvæmt Romano mun Dortmund hlusta á tilboð í Sancho í sumar en leikmaðurinn er á samning til 2022. Þýska félagið mun ekki fara fram á 120 milljónir evra eins og á síðasta ári.

Dortmund verður þó með svipaðar reglur og á síðasta ári. Það kemur ekki til greina að selja Sancho undir lok gluggans enda vill Dortmund vera með leikmannahópinn vel stilltan fyrir leiktíðina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner