Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 04. maí 2021 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spá þjálfara og fyrirliða í Lengjudeildina: 2. sæti
2. sæti: Fram
Lengjudeildin
Fram er spáð öðru sæti.
Fram er spáð öðru sæti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Sveinsson hefur verið að gera flotta hluti með Fram.
Jón Sveinsson hefur verið að gera flotta hluti með Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fred er frábær leikmaður.
Fred er frábær leikmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlynur Atli er fyrirliði.
Hlynur Atli er fyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Íshólm, markvörður Fram.
Ólafur Íshólm, markvörður Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ÍBV
2. Fram, 211 stig
3. Fjölnir, 200 stig
4. Grindavík, 186 stig
5. Grótta, 160 stig
6. Vestri, 124 stig
7. Kórdrengir, 122 stig
8. Þór, 116 stig
9. Afturelding, 67 stig
10. Selfoss, 63 stig
11. Þróttur R, 55 stig
12. Víkingur Ó, 43 stig

2. Fram
Framarar áttu mjög gott tímabil í fyrra og voru jafnir Leikni á stigum þegar mótið var blásið af. Það voru tveir leikir eftir. Leiknir fór upp á markatölunni á meðan Framarar sitja eftir í næst efstu deild. Þeir eru staðráðnir í að komast upp núna en það eru liðin sjö ár síðan Fram var síðast í efstu deild. Fyrir eins stórt félag og Fram er, þá er það alltof langur tími.

Þjálfarinn: Jón Sveinsson er á leið inn í sitt þriðja tímabil sem þjálfari Fram. Jón er einn leikjahæsti leikmaður í sögu Fram með 312 leiki fyrir meistaraflokk félagsins. Hann varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari með félaginu á 9. áratugnum. Hann er dáður og dýrkaður innan félagsins, og hefur komið inn með jákvæða strauma sem þjálfari meistaraflokks karla. Aðalsteinn Aðalsteinsson er aðstoðarþjálfari.

Álit sérfræðings
Eiður Ben Eiríksson, Rafn Markús Vilbergsson og Úlfur Blandon eru sérfræðingar Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina í ár. Eiður Ben gefur sitt álit á liði Fram.

„Liðið er sært frá því síðasta sumar eftir niðurstöðu KSÍ.
Hungrið að festa sig í sessi sem eitt af stóru liðum landsins á nýjan leik er eftirtektanvert. Jón Sveinsson hefur náð að setja saman skemmtilegt lið af Frömurum sem hafa reynt fyrir sér á öðrum stöðum ásamt góðri blöndu af utanaðkomandi leikmönnum. Í fyrsta skipti í langan tíma er logn í kringum Fram og góð ára yfir öllu sem snýr að félaginu. Formaður knattspyrnudeildar hefur verið leiðandi út á við og svo virðist sem að félagið sé loksins að fá sinn heimavöll sem þá hefur dreymt um í langan tíma. Spilamennska liðsins síðasta sumar gefur tilefni til þess að allir geti verið bjartsýnir fyrir tímabilið.
Auðvitað á eftir að spila mótið og þurfa leikmenn og þjálfarar að hafa fyrir hlutunum, Fram liðið er það lið sem allir vilja vinna og það er kúnst að vera í þeirri stöðu."


„Það er erfitt að finna eitthvað neikvætt varðandi Fram í dag, fyrir mitt leyti er liðið tilbúið fyrir efstu deild og mögulega mun þetta auka ár í næstefstu deild hjálpa þeim síðar meir. Liðið er eins og áður sagði vel samsett. Markvörður sem hefur marga leiki undir beltinu og hefur vaxið gríðarlega. Allar línurnar líta vel út allt frá aftasta manni til fremsta manns."

„Fred mun leiða liðið sóknarlega og vera þeirra mikilvægasti maður fram á við. Liðið hefur einnig bætt við sig sterkum leikmönnum sem mun án efa stækka hópinn og verður það dýrmætt þegar líða tekur á sumarið."

Lykilmenn: Albert Hafsteinsson, Fred Saraiva og Hlynur Atli Magnússon

Fylgist með Haraldur Einar Ásgrímsson
„Það verður gaman að sjá hvort Haraldur nái að halda áfram þeim framförum sem hann hefur sýnt undanfarin ár. Skemmtilegur spilari sem kemur úr unglingastarfinu hjá Fram. Hann gæti náð mjög langt enda eru félög í efstu deild byrjuð að sýna honum áhuga nú þegar."

Komnir:
Danny Guthrie frá Englandi
Guðmundur Magnússon frá Grindavík
Indriði Áki Þorláksson frá Víkingi Ó.
Óskar Jónsson frá Gróttu
Stefán Þór Hannesson frá Hamri
Tryggvi Snær Geirsson frá KR



Farnir:
Alex Bergmann Arnarsson í Víking R. (Var á láni)
Arnór Siggeirsson í Úlfana
Hilmar Freyr Bjartþórsson í Leikni F.
Magnús Snær Dagbjartsson í KV
Rafal Stefán Daníelsson í Þrótt V.
Unnar Steinn Ingvarsson í Fylki
Tumi Guðjónsson í Hauka

Fyrstu leikir Fram:
6. maí gegn Víkingi Ó. á heimavelli
14. maí gegn ÍBV á útivelli
21. maí gegn Þór á heimavelli
Athugasemdir
banner
banner