AS Mónakó er að ganga frá kaupum á franska varnarmanninum Axel Disasi en hann kemur frá Reims. Þetta kemur fram í L'Equipe í dag.
                
                
                                    Disasi er 22 ára gamall miðvörður en hann átti gott tímabil með Reims þar sem hann spilaði 27 leiki og skoraði 1 mark í deildinni.
Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal hafði mikinn áhuga á að fá leikmanninn en hann virðist nú á leið í raðir Mónakó.
Samkvæmt L'Equipe þá mun Mónakó greiða 14 milljónir evra fyrir leikmanninn. Viðræður hafa verið í gangi frá því í júní en félögin náðu samkomulagi um kaupverð í gær.
Hann er annar leikmaðurinn sem gengur í raðir Mónakó í sumar en Anthony Musaba kom til félagsins frá NEC Nijmegen á dögunum.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
         
                    
        
         
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                
