Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 04. ágúst 2021 13:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byggt á traustum grunni og skýr áætlun hjá xG-kóngunum
Mynd: EPA
Spá Fótbolta.net fyrir ensku úrvalsdeildina er á fleygiferð. Brighton er spáð 13. sætinu.

Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans hjá Símanum, gefur sitt álit á öllum liðum deildarinnar hér á Fótbolta.net. Enski boltinn verður áfram hjá Símanum næstu árin.

„Það er gaman að sjá að spámenn hafa trú á verkefninu hjá Potter. Brighton-menn voru xG-kóngarnir á síðustu leiktíð en færin sem að liðið klúðraði voru oft á tíðum alveg hreint ótrúleg," segir Tómas.

„Mávarnir hafa leynt og ljóst verið með eina bestu vörnina í deildinni, sérstaklega pund fyrir sterlingspund, og byggja á traustum grunni. Enock Mwepu eru mjög spennandi kaup frá RB Salzburg en fyrir hann borgaði Brighton félagsmet eða 18 milljónir punda."

„Það verður erfitt að fylla í skarð Ben White en Brighton er með skýra áætlun en unnið er eftir og það gerir vinnuumhverfið þægilegt fyrir alla, sér í lagi Graham Potter sem þarf ekki að víkja frá sinni hugmyndafræði fyrir skammtímalausnir í stigasöfnun."

Athugasemdir
banner
banner