Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
   mið 04. ágúst 2021 21:45
Anton Freyr Jónsson
Toddi Örlygs: Búið að vera þungt að undanförnu
Þorvaldur Örlyggson þjálfari Stjörnunnar
Þorvaldur Örlyggson þjálfari Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við áttum góðan leik, gott ná í þrjú stig og halda hreinu. Við skoruðum fjögur mörk í kvöld og við getum ekki annað en verið ánægðir með það."

Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  0 ÍA

Hvernig lagði Þorvaldur Örlygsson leikinn upp í kvöld?

„Fyrst og fremst að koma okkur úr startholunum og reyna að mæta þeim eins ofarlega og hægt er. Skagaliðið er kraftmikið lið og mæta liðum fast og ákveðið og hlaupa mikið. Það er oft erfitt að mæta þeim hvað það varðar fyrstu 10-15 mínúturnar. Við náðum að „matcha" þá og vorum betri."

Stjörnumenn komu vel til baka eftir tapið í síðustu umferð gegn Víkingum.

„Já gott svar. Það er búið að vera svona þungt að undanförnu. Það er sárt fyrir menn að tapa leikjum, þegar menn eru vanir að vinna marga leiki þá tekur það í. Það er lítið annað hægt að gera en að halda áfram og mæta á æfingu og leggja sig fram."

Eggert Aron Guðmundsson spilaði sinn fyrsta byrjunarliðsleik fyrir Stjörnuna í kvöld og var frábær en hann skoraði fyrsta mark Stjörnumanna og lagði upp eitt.

„Eggert er búin að standa sig mjög vel í sumar og þetta var góður leikur hjá honum líka í dag, góð reynsla fer hann og reynsla sem fer í reynslubankann hans og það sakar ekki að skora líka. Hann er mjög góður á boltann og hjálpar okkur mikið."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner