Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 04. ágúst 2021 11:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ummælum Orra vísað til aga- og úrskurðarnefndar - Málið í ferli
Lengjudeildin
Orri Hjaltalín
Orri Hjaltalín
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ummæli Orra Freys Hjaltalín, þjálfara Þórs, í viðtali eftir leik gegn Fram vöktu mikla athygli. Hann var ósáttur við dómgæsluna og var ósáttur við að KA maður væri aðstoðardómari hjá Þórsurum.

„Ég vil líka taka það fram að það er gjörsamlega galið að vera með aðstoðardómara frá hinu liðinu á Akureyri ,þetta myndi aldrei vera tekið í mál í Reykjavík. KSÍ á alveg nógu mikla peninga til að geta fengið einhvern hlutlausan í að koma hérna og dæma þessa leiki. Ég er búinn að horfa á hans frammistöðu hjá okkur í síðustu leikjum og hún hefur ekki verið okkur í hag ef við orðum það pent," sagði Orri í viðtali þann 27. júlí.

„Þetta er með ólíkindum. Það er eiginlega ekki hægt að lesa út úr þessu öðruvísi en að hann sé að saka aðstoðardómarann um að vera svindlari. Það er það sem fer mest í taugarnar á mér og hefur alltaf gert allan minn dómaraferil, þegar það er verið að saka okkur um að svindla. Ég er aldrei neitt sérstaklega hrifinn af því. Mér finnst það virkilega óheiðarlegt og við munum klárlega fara yfir þessi ummæli," sagði formaður dómaranefndar, Þórroddur Hjaltalín Jr., við Fótbolta.net fyrir viku síðan.

Ekkert kom fram í úrskurði aganefndar í gær í tengslum við þetta mál. Fótbolti.net heyrði í Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, í dag.

„Ég vísaði þessum ummælum þjálfara Þórs til aga- og úrskurðarnefndar. Aganefndin fær þetta erindi frá mér, þar sem ég vísa þessum ummælum til skoðunar," sagði Klara.

„Í svona málum er alltaf andmælaréttur, viðkomandi félag fær afrit af greinargerð framkvæmdastjóra og hefur tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri, ákveðinn frest til að svara. Þetta mál fer bara í ferli hjá nefndinni og ég hef ekki frekari afskipti af því. Ég sé bara niðurstöðuna þegar hún er gefin út," bætti Klara við.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner