Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   fös 04. september 2020 19:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spáin fyrir enska - 14. sæti
West Ham
West Ham er spáð 14. sæti þetta tímabilið.
West Ham er spáð 14. sæti þetta tímabilið.
Mynd: Getty Images
David Moyes.
David Moyes.
Mynd: Getty Images
Declan Rice, lykilmaður.
Declan Rice, lykilmaður.
Mynd: Getty Images
Pablo Fornals er skemmtikraftur.
Pablo Fornals er skemmtikraftur.
Mynd: Getty Images
Jarrod Bowen skoraði eitt mark eftir að hann kom um áramótin. Hann þarf að skora meira á komandi leiktíð.
Jarrod Bowen skoraði eitt mark eftir að hann kom um áramótin. Hann þarf að skora meira á komandi leiktíð.
Mynd: Getty Images
Tomas Soucek fagnar með Declan Rice.
Tomas Soucek fagnar með Declan Rice.
Mynd: Getty Images
Eftir undirbúningstímabil í styttri kantinum mun enska úrvalsdeildin hefjast aftur þann 12. september næstkomandi. Við kynnum liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Í 14. sæti er West Ham.

Um liðið: West Ham er félag sem staðsett er í Austur-London. Félagið fagnar 125 ára afmæli á þessu ári. Félagið hefur þrisvar sinnum orðið enskur bikarmeistari og hefur verið í efstu deild frá árinu 2012.

Staða á síðasta tímabili: 16. sæti.

Stjórinn: David Moyes sneri aftur í stjórastöðuna á síðasta tímabili eftir að hafa ekki fengið framlengingu á samning þegar hann hélt félaginu uppi vorið 2018. Hann tók við um áramótin af Manuel Pellegrini og er með samning út þettta tímabil. „Ég held að það séu tveir eða þrír stjórar í deildinni með betra sigurhlutfall en ég. Það er það sem ég geri, ég sigra," sagði Moyes þegar hann tók við um áramótin.

Styrkleikar: Hamrarnir eru gífurlega öflugir í loftinu með Angelo Ogbonna og Issa Diop öfluga í þeim flokki baka til og Sebastian Haller í fremstu víglínu. Tomas Soucek kom svo gífurlega sterkur inn í háloftin þegar leið á tímabilið. Moyes er líka í þeirri stöðu að geta fært leikmenn til á vellinum því Pablo Fornals, Manuel Lanzini, Felipe Anderson, Declan Rice, Andriy Yarmolenko og Michail Antonio eru ekki fastir í einni stöðu.

Veikleikar: Breiddin í hópnum er ekki mikil. T.d. er liðið einungis með Haller í fremstu víglínu og engan annan eiginlegan framherja. Félagið er í fjárhagsvandræðum eins og önnur lið og sagan segir að Haller sé falur fyrir rétt verð og þá er enginn eiginlegur framherji, Antonio mun væntanlega leysa stöðu framherja í einhverjum leikjum. Liðið er þá með takmörkuð gæði í öftustu varnarlínu og enn síður mikla breidd.

Talan: 40. 40 ár eru frá síðasta titli West Ham, ef frá er talinn sigur í Championship-umspilinu árin 2005 og 2012. Liðið vann enska bikarinn vorið 1980.

Lykilmaður: Declan Rice
Rice er miðjumaður sem er stöðugt á uppleið og West Ham þarf að treysta á að hann sé ennþá að bæta sig. Leikjum Mark Noble mun senn fara fækkandi með hækkandi aldri og því þarf Rice að taka á sig stærra leiðtogahlutverk. Chelsea hafði áhuga á Rice í sumar en allt stefnir í að Rice verði aðra leiktíð hjá Hömrunum. Rice er spennandi miðjumaður sem liðin í efri hlutanum hafa litið hýru auga til undanfarin ár.

Fylgstu með: Pablo Fornals
Spænski skemmtikrafturinn Fornals á miðjunni sýndi ekki nægilegan stöðugleika á síðustu leiktíð en til hans voru gerða miklar væntingar. Snúningar, hraðabreytingar og sendingar er eitthvað sem Fornals var þekktur fyrir á Spáni.

Tómas Þór Þórðarson - ritstjóri enska boltans hjá Símanum:
„Lærisveinar Davids Moyes fóru nokkuð sáttir inn í sumarfríið stutta eftir að tapa ekki leik í síðustu fjórum umferðunum (8 stig af 12 mögulegum). Búið er að festa kaup á lánsmanninum Tomasi Soucek sem eru góðar fréttir og þá hefur Moyes verið að hreinsa til og er búinn selja eða hreinlega henda burt tíu leikmönnum. West Ham verður líklega að berjast á neðra skiltinu en sjórinn á að geta verið mun sléttari en hann var á síðustu leiktíð. Moyes þarf að múra fyrir í vörninni því það gengur ekki að fá á sig 62 mörk ef falldragurinn á ekki að vofa yfir Ólympíuvellinum fram á næsta vor.”

Komnir:
Tomas Soucek frá Slavia Prag - 19 milljónir punda (var á láni hjá West Ham)

Farnir:
Roberto til Valladolid - Frítt
Pablo Zabaleta án félags
Carlos Sanchez án félags

Fyrstu leikir: Newcastle (H), Arsenal (Ú), Wolves (H)

Þau sem spáðu: Aksentije Milisic, Anton Freyr Jónsson, Arnar Laufdal Arnarsson, Brynja Dögg Sigurpálsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Ester Ósk Árnadóttir, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Ívan Guðjón Baldursson, Magnús Már Einarsson, Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson, Sverrir Örn Einarsson og Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. ?
12. ?
13. ?
14. West Ham, 93 stig
15. Crystal Palace, 80 stig
16. Newcastle, 76 stig
17. Brighton, 49 stig
18. Aston Villa, 39 stig
19. Fulham, 30 stig
20. West Brom, 20 stig

Sjá einnig:
Draumaliðsdeild Budweiser og Fótbolta.net búin að opna
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner