Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 03. september 2020 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spáin fyrir enska - 19. sæti
Fulham
Fulham er komið aftur í deild þeirra bestu eftir eins árs fjarveru.
Fulham er komið aftur í deild þeirra bestu eftir eins árs fjarveru.
Mynd: Getty Images
Scott Parker.
Scott Parker.
Mynd: Getty Images
Aleksandar Mitrovic.
Aleksandar Mitrovic.
Mynd: Getty Images
Mitrovic og Aboubakar Kamara rífast.
Mitrovic og Aboubakar Kamara rífast.
Mynd: Getty Images
Joe Bryan, hetjan í umspilinu.
Joe Bryan, hetjan í umspilinu.
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Eftir undirbúningstímabil í styttri kantinum mun enska úrvalsdeildin hefjast aftur þann 12. september næstkomandi. Við kynnum liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Í 19. sæti er Fulham.

Um liðið Fulham kom upp í ensku úrvalsdeildina 2018 og eyddi þá himinháum fjárhæðum í leikmenn. Það mistókst hrapalega og féll liðið beint aftur niður. Fulham var ekki lengi í næst efstu deild, aðeins eitt tímabil, en liðið komst upp eftir sigur á Brentford í úrslitaleik umspilsins. Bakvörðurinn Joe Bryan fór á kostum í úrslitaleiknum á Wembley.

Staða á síðasta tímabili: 4. sæti í Championship (upp eftir umspilið).

Stjórinn: Scott Parker tók við sem bráðabirgðarstjóri undir lok tímabilsins þegar Fulham féll úr ensku úrvalsdeildinni. Eftir tímabilið var hann ráðinn til frambúðar þrátt fyrir að hafa ekki náð að halda liðinu uppi. Parker er 39 ára gamall, fyrrum leikmaður Fulham og fyrrum leikmaður enska landsliðsins. Það voru nokkrar efasemdarraddir um hann en hann kom liðinu upp, og það verður að teljast vel gert.

Styrkleikar: Liðið er með markavél upp á topp sem heitir Aleksandar Mitrovic. Hann skoraði 26 mörk í Championship-deildinni en á þó enn eftir að sanna það að hann geti skorað fullt af mörkum í ensku úrvalsdeildinni. Ivan Cavaleiro og Anthony Knockaert eru teknískir kantmenn sem ættu að geta komið Mitrovic í góða stöðu til að skora. Félagið hlýtur að hafa lært eitthvað frá síðustu leiktíð í efstu deild þar sem meira en 100 milljónum punda var eytt í nýja leikmenn og þrír mismunandi stjórar stýrði liðinu yfir leiktíðina. Það er ekki langt síðan Parker hætti að spila fótbolta og hann veit hvað nútímafótboltamaður vill heyra.

Veikleikar: Breiddin og gæðin í hópnum eru ekki þau mestu. Parker vill að liðið sitt haldi boltanum og stjórni leikjum, en það er ekki líklegt að það muni ganga í ensku úrvalsdeildinni með þennan hóp. Hann þarf að aðlagast deildinni þegar kemur að leikstíl. Síðasta þegar Fulham var uppi fékk liðið á sig 81 mark, það er vonandi fyrir stuðningsmenn Fulham að það verði betra núna.

Talan: 105. Joe Bryan kom Fulham 1-0 yfir gegn Brentford í úrslitaleik umspilsins á 105. mínútu. Leikurinn endaði með 2-1 sigri Fulham.

Lykilmaður: Aleksandar Mitrovic
Það kemur í rauninni enginn annar til greina en Mitro. Hann skoraði 11 mörk fyrir Fulham í úrvalsdeildinni fyrir tveimur árum og hann vonast væntanlega til að skora meira núna. Hann hefur alla burði til þess. Stór, sterkur og góður í að tengja spilið saman.

Fylgstu með: Aboubakar Kamara
Einnig sóknarmaður, en það er kannski bara athyglisverðast að fylgjast með honum utan vallar. Síðast þegar Fulham var uppi í úrvalsdeild lenti hann í því að slást við Mitrovic í jóga tíma og þá var hann handtekinn fyrir að ráðast á starfsmann Fulham á æfingasvæði félagsins. Hann var sendur á láni til Tyrklands en spilaði með liðinu í fyrra og hjálpaði því að komast aftur upp.

Tómas Þór Þórðarson - ritstjóri enska boltans hjá Símanum:
„Litla krúttlega liðið í vesturhluta Lundúnar með litla krúttlega völlinn sinn mætir enn og aftur í deild þeirra bestu en því miður er ekki hægt að sjá neitt annað í stöðunni en að þetta verði stutt stopp og kannski frekar ljótt. Þegar litið er yfir leikmannahópinn hugsar maður bara: Þetta er B-deildar lið að fara að keppa í A-deild. Scott Parker er flottur og efnilegur stjóri en leikmannahópurinn er frekar óspennandi og það stærsta sem gerst hefur á félagskiptamarkaðnum hingað til eru fimmtán milljóna punda kaup á leikmanni sem Brighton vildi ekki nota.“

Komnir:
Anthony Knockaert frá Brighton - 15 milljónir punda
Antonee Robinson frá Wigan - 1,9 milljón punda
Mario Lemina frá Southampton - á láni
Harrison Reed frá Southampton - 6 milljónir punda

Farnir:
Cody Drameh til Leeds - Óuppgefið

Fyrstu leikir: Arsenal (H), Leeds (Ú), Aston Villa (H).

Þau sem spáðu: Aksentije Milisic, Anton Freyr Jónsson, Arnar Laufdal Arnarsson, Brynja Dögg Sigurpálsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Ester Ósk Árnadóttir, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Ívan Guðjón Baldursson, Magnús Már Einarsson, Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson, Sverrir Örn Einarsson og Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. ?
12. ?
13. ?
14. ?
15. ?
16. ?
17. ?
18. ?
19. Fulham, 30 stig
20. West Brom, 20 stig

Sjá einnig:
Draumaliðsdeild Budweiser og Fótbolta.net búin að opna
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner