Alonso, Neto, Eze, Greenwood, Ramaj, Alli, Son og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 04. september 2023 11:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkasta lið 22. umferðar - FH vann loksins á gervigrasi
Haraldur Einar og Davíð Snær.
Haraldur Einar og Davíð Snær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birnir Snær Ingason.
Birnir Snær Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Patrick Pedersen og Birkir Már Sævarsson.
Patrick Pedersen og Birkir Már Sævarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lokaumferð Bestu deildar karla fyrir tvískiptingu var spiluð í heild sinni í gær. FH og KR enda í efri hlutanum en KA situr eftir með sárt ennið og þá er Keflavík í afar vondum málum á botni deildarinnar.

FH vann sinn fyrsta sigur á gervigrasi í Bestu deildinni síðan 13. september 2021, eða í 720 daga er þeir unnu Breiðablik 0-2 á Kópavogsvelli. FH á fjóra fulltrúa í liði umferðarinnar sem má sjá hér fyrir neðan.Davíð Snær Jóhannsson var maður leiksins og þá voru Haraldur Einar Ásgrímsson og Kjartan Henry Finnbogason mjög flottir. Heimir Guðjónsson er þjálfari umferðarinnar.

Birnir Snær Ingason kemst í lið umferðarinnar í níunda sinn í sumar en hann gerir sterkt tilkall í það að vera leikmaður ársins í Bestu deildinni.

Eggert Aron Guðmundsson og Jóhann Árni Gunnarsson voru bestir í sigri Stjörnunnar á Keflavík og Birkir Már Sævarsson og Patrick Pedersen voru bestir í sigri Vals á HK.

Þá stóðu Kristinn Jónsson og Guy Smit upp úr í Eyjum og Elís Rafn Björnsson var maður leiksins í jafntefli Fylkis og KA.

Sjá einnig:
Sterkasta lið 21. umferðar
Sterkasta lið 20. umferðar
Sterkasta lið 19. umferðar
Sterkasta lið 18. umferðar
Sterkasta lið 17. umferðar
Sterkasta lið 16. umferðar
Sterkasta lið 15. umferðar
Sterkasta lið 14. umferðar
Sterkasta lið 13. umferðar
Sterkasta lið 12. umferðar
Sterkasta lið 11. umferðar
Sterkasta lið 10. umferðar
Sterkasta lið 9. umferðar
Sterkasta lið 8. umferðar
Sterkasta lið 7. umferðar
Sterkasta lið 6. umferðar
Sterkasta lið 5. umferðar
Sterkasta lið 4. umferðar
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 1. umferðar
Innkastið - Vonir KA fuku, ÍA á toppnum og byrjunarlið Íslands
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner