Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 04. október 2019 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmenn Derby sektaðir um sex vikna laun
Tom Lawrence.
Tom Lawrence.
Mynd: Getty Images
Derby, sem leikur í Championship-deildinni á Englandi, hefur ákveðið að sekta tvo leikmenn sína um sex vikna laun.

Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Mason Bennett og Tom Lawrence. Þeir gerðust sekir um ölvunarakstur seint í síðasta mánuði.

Leikmenn og starfsmenn Derby fóru saman út að borða, en flestir leikmenn héldu heim á leið klukkan 20:00. Richard Keogh, fyrirliði liðsins, og nokkrir aðrir leikmenn héldu hins vegar áfram að drekka áfengi fram eftir kvöldi.

Lawrence og Bennett keyrðu báðir ölvaðir heim. Keogh var með Lawrence í bifreið þegar þeir óku á staur, en Keogh meiddist alvarlega á hné og verður frá keppni í allt að 15 mánuði.

Lawrence og Bennett voru handteknir og þurfa að mæta í dómsal vegna málsins.

Derby sendi frá sér yfirlýsingu fyrir stuttu og í henni segir að félagið sé búið að framkvæma sína rannsókn á málinu.

Í yfirlýsingunni segir jafnframt að Lawrence og Bennett verði sektaðir um sex vikna laun, það mesta sem mögulegt er. Þeir þurfa einnig að sinna 80 klukkustunda samfélagasþjónustu og endurhæfingu. Þeir þurfa að fara á námskeið þar sem þeim verður kennt að fara með áfengi.
Athugasemdir
banner