Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 04. október 2020 18:23
Kristófer Jónsson
Byrjunarlið Breiðabliks og Fylkis: Ólafur Ingi kemur inn
Davíð er búinn að taka út leikbann.
Davíð er búinn að taka út leikbann.
Mynd: Hulda Margrét
Óli hefur verið mikið í umræðunni undanfarið.
Óli hefur verið mikið í umræðunni undanfarið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Núna klukkan 19:15 hefst leikur Breiðabliks og Fylkis á Kópavogsvelli í Pepsi Max-deild karla.

Leikurinn er gríðarlega mikilvægur í Evrópubaráttu beggja liða en heimamenn í Breiðablik eru í fimmta sæti deildarinnar með 28 stig, jafn mörg og Fylkismenn í sjötta sætinu. Byrjunarliðin eru nú klár.

Blikar gera þrjár breytingar á liði sínu frá jafnteflinu gegn KA á fimmtudaginn síðasta. Þeir Damir Muminovic, Thomas Mikkelsen og Andri Rafn Yeoman koma út og inn koma þeir Róbert Orri Þorkelsson, Stefán Ingi Sigurðarson og Davíð Ingvarsson.

Fylkismenn gera fjórar breytingar á liði sínu frá sigrinum gegn KR í síðustu umferð. Ólafur Ingi Skúlason er kominn inn í liðið. Liðin má sjá hér að neðan.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu

Byrjunarlið Breiðabliks:
12. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson
5. Elfar Freyr Helgason
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Brynjólfur Willumsson
11. Gísli Eyjólfsson
16. Róbert Orri Þorkelsson
21. Viktor Örn Margeirsson
23. Stefán Ingi Sigurðarson
25. Davíð Ingvarsson

Byrjunarlið Fylkis:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
3. Axel Máni Guðbjörnsson
4. Arnór Gauti Jónsson
7. Daði Ólafsson
13. Arnór Gauti Ragnarsson
16. Ólafur Ingi Skúlason
21. Daníel Steinar Kjartansson
22. Orri Hrafn Kjartansson
23. Arnór Borg Guðjohnsen
24. Djair Parfitt-Williams

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner