Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
banner
   sun 04. október 2020 21:38
Kristófer Jónsson
Dóri Árna um Evrópubaráttuna: Getur sveiflast í hverri umferð
Halldór og Óskar geta verið sáttir við sína menn
Halldór og Óskar geta verið sáttir við sína menn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðabliks, var gríðarlega sáttur með sitt lið eftir 4-1 sigur gegn Fylki í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

„Við spiluðum vel og stjórnuðum þessum leik þrátt fyrir að lenda undir og margt ótrúlega jákvætt hægt að taka útúr þessum leik." sagði Halldór eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 Fylkir

Thomas Mikkelsen var ekki í leikmannahópi Breiðabliks í kvöld vegna meiðsla, en Brynjólfur Willumsson fyllti hans skarð vel og skoraði tvö mörk.

„Binni er búinn að vera geggjaður í síðustu leikjum og er að skapa og búa til í hverjum einasta leik og þegar að hann bætir mörkum ofan á það er það eins og rjómi ofan á kökuna." sagði Halldór um Brynjólf.

Þetta var sannkallaður sex stiga leikur í Evrópubaráttunni sem að er framundan en liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn í kvöld. Það má því búast við alvöru baráttu til síðasta leiks.

„Þetta getur sveiflast í hverri umferð. Fyrir utan Val sem að er búið að stinga af þá eru nokkur lið sem að eru að berjast um sætin sem eftir eru og við stefnum að sjálfsögðu á að klára okkar leiki."

Nánar er rætt við Halldór í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner