Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
   sun 04. október 2020 21:38
Kristófer Jónsson
Dóri Árna um Evrópubaráttuna: Getur sveiflast í hverri umferð
Halldór og Óskar geta verið sáttir við sína menn
Halldór og Óskar geta verið sáttir við sína menn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðabliks, var gríðarlega sáttur með sitt lið eftir 4-1 sigur gegn Fylki í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

„Við spiluðum vel og stjórnuðum þessum leik þrátt fyrir að lenda undir og margt ótrúlega jákvætt hægt að taka útúr þessum leik." sagði Halldór eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 Fylkir

Thomas Mikkelsen var ekki í leikmannahópi Breiðabliks í kvöld vegna meiðsla, en Brynjólfur Willumsson fyllti hans skarð vel og skoraði tvö mörk.

„Binni er búinn að vera geggjaður í síðustu leikjum og er að skapa og búa til í hverjum einasta leik og þegar að hann bætir mörkum ofan á það er það eins og rjómi ofan á kökuna." sagði Halldór um Brynjólf.

Þetta var sannkallaður sex stiga leikur í Evrópubaráttunni sem að er framundan en liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn í kvöld. Það má því búast við alvöru baráttu til síðasta leiks.

„Þetta getur sveiflast í hverri umferð. Fyrir utan Val sem að er búið að stinga af þá eru nokkur lið sem að eru að berjast um sætin sem eftir eru og við stefnum að sjálfsögðu á að klára okkar leiki."

Nánar er rætt við Halldór í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner