Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   sun 04. október 2020 21:38
Kristófer Jónsson
Dóri Árna um Evrópubaráttuna: Getur sveiflast í hverri umferð
Halldór og Óskar geta verið sáttir við sína menn
Halldór og Óskar geta verið sáttir við sína menn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðabliks, var gríðarlega sáttur með sitt lið eftir 4-1 sigur gegn Fylki í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

„Við spiluðum vel og stjórnuðum þessum leik þrátt fyrir að lenda undir og margt ótrúlega jákvætt hægt að taka útúr þessum leik." sagði Halldór eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 Fylkir

Thomas Mikkelsen var ekki í leikmannahópi Breiðabliks í kvöld vegna meiðsla, en Brynjólfur Willumsson fyllti hans skarð vel og skoraði tvö mörk.

„Binni er búinn að vera geggjaður í síðustu leikjum og er að skapa og búa til í hverjum einasta leik og þegar að hann bætir mörkum ofan á það er það eins og rjómi ofan á kökuna." sagði Halldór um Brynjólf.

Þetta var sannkallaður sex stiga leikur í Evrópubaráttunni sem að er framundan en liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn í kvöld. Það má því búast við alvöru baráttu til síðasta leiks.

„Þetta getur sveiflast í hverri umferð. Fyrir utan Val sem að er búið að stinga af þá eru nokkur lið sem að eru að berjast um sætin sem eftir eru og við stefnum að sjálfsögðu á að klára okkar leiki."

Nánar er rætt við Halldór í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner