Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðabliks, var gríðarlega sáttur með sitt lið eftir 4-1 sigur gegn Fylki í Pepsi Max-deildinni í kvöld.
„Við spiluðum vel og stjórnuðum þessum leik þrátt fyrir að lenda undir og margt ótrúlega jákvætt hægt að taka útúr þessum leik." sagði Halldór eftir leikinn í kvöld.
„Við spiluðum vel og stjórnuðum þessum leik þrátt fyrir að lenda undir og margt ótrúlega jákvætt hægt að taka útúr þessum leik." sagði Halldór eftir leikinn í kvöld.
Lestu um leikinn: Breiðablik 4 - 1 Fylkir
Thomas Mikkelsen var ekki í leikmannahópi Breiðabliks í kvöld vegna meiðsla, en Brynjólfur Willumsson fyllti hans skarð vel og skoraði tvö mörk.
„Binni er búinn að vera geggjaður í síðustu leikjum og er að skapa og búa til í hverjum einasta leik og þegar að hann bætir mörkum ofan á það er það eins og rjómi ofan á kökuna." sagði Halldór um Brynjólf.
Þetta var sannkallaður sex stiga leikur í Evrópubaráttunni sem að er framundan en liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn í kvöld. Það má því búast við alvöru baráttu til síðasta leiks.
„Þetta getur sveiflast í hverri umferð. Fyrir utan Val sem að er búið að stinga af þá eru nokkur lið sem að eru að berjast um sætin sem eftir eru og við stefnum að sjálfsögðu á að klára okkar leiki."
Nánar er rætt við Halldór í spilaranum að ofan.
Athugasemdir