Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   sun 04. október 2020 17:37
Stefán Marteinn Ólafsson
Logi Ólafs: Reynum að landa sigrum og sjáum hvað gerist
Logi Ólafsson annar þjálfara FH
Logi Ólafsson annar þjálfara FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH heimsóttu Skagamenn á Norðurálsvöllinn í dag þegar Pepsi Max deild karla hélt áfram gögnu sinni. 

FH eru það lið sem eru að veita Valsmönnum hvað mestu samkeppni um Íslandsmeistaratitilinn í ár en Skagamenn sigla lygnan sjó um miðja deild.

Það fór svo að FH sigraði þennan leik 0-4 og var Logi Ólafs annar þjálfari FH kampa kátur með úrslitin.
„Já ég er það, sérstaklega hvað við náðum að vera skipulagðir allan tímann og svona hægt og bítandi tókst okkur að tryggja sigurinn og mér fannst okkar menn taka svona fagmannlega á verkefninu og skiluðu sigri." Sagði Logi Ólafsson annar þjálfara FH eftir leikinn.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  4 FH

„Skagamenn voru ágætir í leiknum en við náðum nú svolítið að halda þeim frá okkar marki og þeir sköpuðu ekki mörg færi, við áttum svona kannski tvö ágætis færi í fyrri hálfleik en þetta er nú svona, leikurinn er í 90 mínútur plús og þú verður að nýta allan tímann."

Steven Lennon skoraði þrennu í leiknum í dag og er komin með 17 mörk í deildinni en það hlítur að muna um minna að hafa svona gæða leikann í sínu liði.
„Já, hann er nátturlega alveg frábær leikmaður og kvittaði svolítið fyrir færið sem hann misnotaði í síðasta leik en Lenny er nátturlega afburðar knattspyrnumaður og fagmannlegur á allan hátt."


FH eru það lið sem virðist ætla að veita Valsmönnum hvað mestu samkeppni um Íslandsmeitaratitilinn í sumar en þeir eru 5 stigum á eftir Valsmönnum og vonast væntanlega til þess að sjá Valsmenn fara misstíga sig.
„Við hugsum þetta kannski meira þannig að ef eitthvað myndi gerast að þá megum við ekki hafað klúðrað okkar málum og við hugsum bara um okkur sjálfa og reynum að landa sigrum og sjáum hvað gerist."

Logi vildi þá ekki gefa mikið upp um framtíð sína með félaginu og hvort það hafi verið rætt um möguleg áframhald eftir tímabilið.
„Það hefur ekki verið rætt og við getum orðað það þannig félagarnir að við verðum í næsta leik allavega."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir