Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
   sun 04. október 2020 17:37
Stefán Marteinn Ólafsson
Logi Ólafs: Reynum að landa sigrum og sjáum hvað gerist
Logi Ólafsson annar þjálfara FH
Logi Ólafsson annar þjálfara FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH heimsóttu Skagamenn á Norðurálsvöllinn í dag þegar Pepsi Max deild karla hélt áfram gögnu sinni. 

FH eru það lið sem eru að veita Valsmönnum hvað mestu samkeppni um Íslandsmeistaratitilinn í ár en Skagamenn sigla lygnan sjó um miðja deild.

Það fór svo að FH sigraði þennan leik 0-4 og var Logi Ólafs annar þjálfari FH kampa kátur með úrslitin.
„Já ég er það, sérstaklega hvað við náðum að vera skipulagðir allan tímann og svona hægt og bítandi tókst okkur að tryggja sigurinn og mér fannst okkar menn taka svona fagmannlega á verkefninu og skiluðu sigri." Sagði Logi Ólafsson annar þjálfara FH eftir leikinn.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  4 FH

„Skagamenn voru ágætir í leiknum en við náðum nú svolítið að halda þeim frá okkar marki og þeir sköpuðu ekki mörg færi, við áttum svona kannski tvö ágætis færi í fyrri hálfleik en þetta er nú svona, leikurinn er í 90 mínútur plús og þú verður að nýta allan tímann."

Steven Lennon skoraði þrennu í leiknum í dag og er komin með 17 mörk í deildinni en það hlítur að muna um minna að hafa svona gæða leikann í sínu liði.
„Já, hann er nátturlega alveg frábær leikmaður og kvittaði svolítið fyrir færið sem hann misnotaði í síðasta leik en Lenny er nátturlega afburðar knattspyrnumaður og fagmannlegur á allan hátt."


FH eru það lið sem virðist ætla að veita Valsmönnum hvað mestu samkeppni um Íslandsmeitaratitilinn í sumar en þeir eru 5 stigum á eftir Valsmönnum og vonast væntanlega til þess að sjá Valsmenn fara misstíga sig.
„Við hugsum þetta kannski meira þannig að ef eitthvað myndi gerast að þá megum við ekki hafað klúðrað okkar málum og við hugsum bara um okkur sjálfa og reynum að landa sigrum og sjáum hvað gerist."

Logi vildi þá ekki gefa mikið upp um framtíð sína með félaginu og hvort það hafi verið rætt um möguleg áframhald eftir tímabilið.
„Það hefur ekki verið rætt og við getum orðað það þannig félagarnir að við verðum í næsta leik allavega."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir