Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
   mið 04. október 2023 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Alphonso Davies eftirsóttur af stórveldum
Mynd: EPA
Nedal Huoseh, umboðsmaður Alphonso Davies, hefur tjáð sig um orðróma sem segja skjólstæðing sinn mögulega vera á leið burt frá FC Bayern.

Davies er gríðarlega snöggur vinstri bakvörður sem er afar sókndjarfur og getur einnig spilað á vinstri kanti. Hann hefur meðal annars verið orðaður við Real Madrid að undanförnu en hann á aðeins um 20 mánuði eftir af samningi sínum við Bayern.

„Það eru mörg félög áhugasöm um að tryggja sér krafta Davies og gæti Real Madrid verið þar á meðal," sagði Huoseh.

„Það eru líka nokkur félög úr ensku úrvalsdeildinni sem hafa áhuga. Þau vilja öll krækja sér í einn af bestu vinstri bakvörðum heims.

„Við ætlum að bíða og sjá svo til hvað stendur til boða."


Davies er aðeins 22 ára gamall en á þegar 162 leiki að baki fyrir Bayern, auk þess að vera lykilmaður í kanadíska landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner