Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   mið 04. október 2023 10:00
Elvar Geir Magnússon
Ljóst að Bretland og Írland halda EM 2028
Aviva leikvangurinn í Dyflinni.
Aviva leikvangurinn í Dyflinni.
Mynd: Getty Images
Bretland og Írland munu halda Evrópumótið í fótbolta 2028 en þetta varð ljóst í morgun eftir að Tyrkland dró umsókn sína til baka. Tyrkir ætla að einbeita sér að umsókn um að halda mótið með Ítölum árið 2032.

Bretar og Írar standa því einir eftir með sína umsókn og UEFA mun í næstu viku staðfesta að þeir haldi mótið 2028. Það ætti bara að vera formsatriði.

   12.04.2023 15:30
Vellirnir tíu sem Bretland og Írland bjóða fram fyrir EM 2028


Evrópumótið á næsta ári verður haldið í Þýskalandi en forystumenn UEFA hafa lagt áherslu á að næstu mót verði haldin í rótgrónum fótboltalöndum með mikið markaðsvirði, til að hjálpa til við að endurbyggja varasjóð sambandsins eftir Covid heimsfaraldurinn.
Athugasemdir
banner
banner