Paul Pogba getur snúið aftur út á völl snemma á næsta ári eftir að fjögurra ára banni yfir honum var stytt í 18 mánaða bann.
Pogba var sakaður um að taka ólögleg lyf en hann sagði í yfirlýsingu í dag að þau lyf sem hann tók hafi ekki áhrif á frammistöðu hans sem fótboltamaður.
„Martröðinni er loksins lokið. Ég get farið að hlakka til að elta draumana mína aftur," sagði Pogba.
„Ég sagði alltaf að ég hafi ekki viljandi brotið reglurnar þegar ég tók bætiefni sem læknir skrifaði upp á fyrir mig en þau hafa ekki áhrif og bæta ekki frammistöðu karlkyns íþróttamanns."
Pogba er leikmaður Juventus en hann getur byrjað að æfa aftur í janúar og stigið út á völl í mars.
Athugasemdir